Fréttayfirlit 27. ágúst 2018

Annað fréttablað ársins komið út

Fréttablað SOS Barnaþorpanna er nú komið úr prentun og berst styrktaraðilum í pósti á næstu dögum. Þetta er annað tölublað ársins af þremur og í því eru að venju greinar, viðtöl og myndir sem eiga erindi við alla þá sem leggja samtökunum lið.

Í blaðinu eru meðal annars viðtöl við íslenska styrktarforeldra og styrktarbörn þeirra í Nepal, HM kveðjur til íslenska karlalandsliðsins í fótbolta frá SOS barnaþorpum í Eþíópíu og Mexíkó, myndir frá góðgerðar- og fjölskylduhlaupinu „Skór til Afríku“ sem haldið var við Rauðavatn í sumar, upplýsingar úr ársskýrslu SOS Barnaþorpanna á Íslandi og frásögn af fjölskyldueflingarverkefni í Eþíópíu sem SOS Branaþorpin á Íslandi fjármagna.

Fréttablað ágúst 2018.jpg

Fréttablaðið má líka nálgast hér á heimasíðu okkar eins og öll fyrri fréttablöð okkar 

Fréttablað SOS Barnaþorpanna á Íslandi er liður í fjáröflun samtakanna og fyrir frjáls framlög er reikningsnúmerið eftirfarandi:

Rknr. 0130-26-9049
Kennitala: 500289-2529

Einnig er hægt að hringja í símanúmerið 907 1001 og gefa þannig 1000 krónur í stakt framlag til SOS Barnaþorpanna.

Kærar þakkir fyrir stuðninginn.

Nýlegar fréttir

Laust starf: Þjónustu- og skrifstofufulltrúi
10. sep. 2024 Almennar fréttir

Laust starf: Þjónustu- og skrifstofufulltrúi

SOS Barnaþorpin leita að drífandi einstaklingi sem brennur fyrir mannúðarmál, nýtir sín í mannlegum samskiptum og er töluglöggur.

Yfir 19 milljónir barna í Súdan ganga ekki í skóla
5. sep. 2024 Almennar fréttir

Yfir 19 milljónir barna í Súdan ganga ekki í skóla

Framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Súdan segir neyðarástandið í landinu eiga eftir að skilja eftir ör á sál landsmanna. Milljónir eru á flótta vegna borgarastríðs og daglega verða yfir hundrað manns...