Alþjóðlegur dagur flóttamannsins
Alþjóðlegur dagur flóttamannsins er í dag, 20 júní en aldrei hafa fleiri verið á flótta vegna stríðs, ofbeldis og ofsókna. Alls eru 66 milljónir á flótta í heiminum, þar af 5,5 milljónir frá Sýrlandi.
Börn, sem eru helmingur flóttafólks í heiminum, eru algjörlega varnarlaus í þessum aðstæðum. Alls voru 75.000 beiðnir um hæli lagðar fram af börnum sem ferðuðust ein eða höfðu orðið viðskila við foreldra sína.
Hælisleitendur, sem hafa flúið land sitt og leitað alþjóðlegrar verndar sem flóttamenn, eru 2,8 milljónir. Þá eru 40 milljónir á vergangi í heimalalandi sínu
SOS Barnaþorpin starfa í 134 löndum um allan heim. Þar af eru samtökin með verkefni fyrir flóttafólk í 14 löndum, til dæmis neyðaraðstoð og skýli.
Nýlegar fréttir

Viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna í Marokkó
Áhersla SOS Barnaþorpanna í framhaldi af hamförunum í Marokkó er á að hlúa að börnum og ungmennum sem hafa misst foreldra eða orðið viðskila við þá, vernda réttindi þeirra, halda fjölskyldum saman og ...

10 milljónir til Marokkó í kjölfar skjálfta
SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið að senda að lágmarki 10 milljónir króna til neyðarastoðar í Marokkó vegna jarðskjálftans sem reið þar yfir föstudagskvöldið 8. september. Íslendingum gefst kostu...