Alþjóðlegur dagur flóttamannsins
Alþjóðlegur dagur flóttamannsins er í dag, 20 júní en aldrei hafa fleiri verið á flótta vegna stríðs, ofbeldis og ofsókna. Alls eru 66 milljónir á flótta í heiminum, þar af 5,5 milljónir frá Sýrlandi.
Börn, sem eru helmingur flóttafólks í heiminum, eru algjörlega varnarlaus í þessum aðstæðum. Alls voru 75.000 beiðnir um hæli lagðar fram af börnum sem ferðuðust ein eða höfðu orðið viðskila við foreldra sína.
Hælisleitendur, sem hafa flúið land sitt og leitað alþjóðlegrar verndar sem flóttamenn, eru 2,8 milljónir. Þá eru 40 milljónir á vergangi í heimalalandi sínu
SOS Barnaþorpin starfa í 134 löndum um allan heim. Þar af eru samtökin með verkefni fyrir flóttafólk í 14 löndum, til dæmis neyðaraðstoð og skýli.
Nýlegar fréttir

Ekkert mannfall eða skemmdir hjá SOS í Sýrlandi
Staðfest hefur verið að öll börn, fjölskyldur og starfsfólk á vegum SOS Barnaþorpanna í Sýrlandi eru heil á húfi eftir mannskæðan jarðskjálfta sem reið yfir norðurhluta Sýrlands og suðurhluta Tyrkland...

Rúrik sigraði aftur í Let´s dance og gaf verðlaunaféð til SOS
SOS Barnaþorpunum barst í vikunni styrkur upp á rúma eina og hálfa milljón króna vegna sigurs Rúriks Gíslasonar í jólaþætti þýsku sjónvarpsþáttaraðarinnar Let´s dance.