Fréttayfirlit 27. september 2016

Aleppo í Sýrlandi – er enginn að gera neitt?

Undanfarið hafa borist skelfilegar fréttir frá Aleppo í Sýrlandi. Meðal annars hefur komið fram að bílalestir með hjálpargögn hafi verið sprengdar og aldrei náð til nauðstaddra íbúa borgarinnar. Einhverjir kynnu að draga þá ályktun að íbúar Aleppo fái enga aðstoð.
Þó er það ekki alveg svo. SOS Barnaþorpin eru í Aleppo og veita þúsundum nauðstaddra hjálp á hverjum degi. En betur má ef duga skal!
Hringdu í 907 1002 til að gefa 2.000 kr. til hjálparstarfs SOS í Sýrlandi.

SOS Barnaþorpin harma það ástand sem ríkir í Sýrlandi og skora á yfirvöld í landinu og alþjóðasamfélagið að koma á varanlegu vopnahléi svo hjálparsamtök geti farið um óhindrað. Eftir að vopnahléið rann út á dögunum hefur ofbeldi aukist og bitnar það helst á konum og börnum.
SOS Barnaþorpin halda áfram að veita nauðstöddum í Aleppo mannúðaraðstoð þrátt fyrir þá áhættu sem slíku hjálparstarfi fylgir. Starfsfólk okkar og sjálfboðaliðar á vettvangi vinna gríðarlega fórnfúst starf við hræðilegar aðstæður og erum við þeim óendanlega þakklát fyrir hve vel þeim hefur tekist að lina þjáningar nauðstaddra barna og fjölskyldna.

En hvað eru SOS Barnaþorpin að gera í Aleppo?

Markmið okkar er að sjá 25.000 börnum og fullorðnum fyrir fæði, drykkjarvatni, lyfjum og hreinlætisvörum fyrir árslok.
Í dag er staðan þessi:
Fæði: 2.400 heimilislausar fjölskyldur, eða um 12.000 manns, fá máltíðir hjá SOS á hverjum einasta degi í samstarfi við Rauða hálfmánann í Sýrlandi. 1.100 fjölskyldur hafa fengið mánaðarbirgðir af pasta, mjólk og öðrum nauðsynjavörum.
Drykkjarvatn: Samtökin útvega um 2.000 manns drykkjarvatn á hverjum degi í Aleppo.
Heilbrigðisþjónusta og hreinlæti: SOS Barnaþorpin eru með einn lækni að störfum í Aleppo og tveimur nýjum verður bætt við á næstunni. 300 börn njóta heilsugæsluþjónustu og fá nauðsynleg lyf. 890 konur hafa fengið fræðslu um heilbrigðismál. 1.100 fjölskyldur hafa fengið mánaðarbirgðir af hreinlætisvörum, s.s. sápu, tannkrem, þvottaefni o.þ.h.
Mæðravernd: Yfir 100 mæður ungbarna hafa fengið kassa með teppum, fatnaði o.fl. Mæður nokkur hundruð ungbarna hafa auk þess fengið dósir af ungbarnamjólk, pela og bleiur.
Menntun: Markmið SOS Barnaþorpanna er að bjóða upp á menntun fyrir 600 börn hið minnsta, á aldrinum 5-12 ára og eru á vergangi eða skólum þeirra hefur verið lokað. Útdeiling á vetrarfatnaði hefst í október.
Til að styrkja verkefni SOS Barnaþorpanna í Sýrlandi má gefa 2000 krónur með því hringja í síma 907 1002, eða leggja inn á reikning 334-26-52075, kt.500289-2529 með skýringunni Sýrland.

Nýlegar fréttir

Á þriðja tug milljóna króna til SOS í Palestínu
23. apr. 2024 Almennar fréttir

Á þriðja tug milljóna króna til SOS í Palestínu

SOS Barnaþorpin á Íslandi senda á næstu dögum tíu milljónir króna til SOS í Palestínu vegna neyðaraðgerða á Gaza. Rúmar átta milljónir króna hafa safnast í söfnun SOS á Íslandi sem hófst í febrúar og ...

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna 2024
22. apr. 2024 Almennar fréttir

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna 2024

Boðað er til aðalfundar SOS Barnaþorpanna mánudaginn 13. maí kl.17:30 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Hábraut 1a (gegnt Gerðasafni). Til þess að félagi geti nýtt félagsleg réttindi sín á aðalfundi s...