Fréttayfirlit 9. janúar 2017

Aldrei fleiri styrktarforeldrar

Árið 2016 var gott ár hjá SOS Barnaþorpunum. Alls gerðust 1627 Íslendingar styrktarforeldrar á árinu og bættust í hóp þeirra sem vilja gott af sér leiða með því að styrkja SOS. Íslenskir styrktarforeldrar og barnaþorpsvinir eru því orðnir tæplega átta þúsund en sú tala hefur aldrei verið hærri.

Það þarf varla að taka það fram hversu þakklát SOS Barnaþorpin eru fyrir stuðninginn. Með dyggri hjálp Íslendinga gera samtökin sitt allra besta til að bæta líf barna um allan heim. 

Nýlegar fréttir

Börnin aftur í skóla eftir átta mánaða hlé vegna stríðsins
25. júl. 2024 Almennar fréttir

Börnin aftur í skóla eftir átta mánaða hlé vegna stríðsins

Börnin 68 sem flutt voru frá SOS barnaþorpinu í Rafah á Gaza til barnaþorpsins í Bethlehem á Vesturbakkanum í mars sl. eru komin aftur í skóla. Vegna stríðsins féll skólaganga þeirra niður í átta mánu...

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið
3. júl. 2024 Almennar fréttir

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið

Vegna aukinnar þarfar á stuðningi við börn í SOS barnaþorpum hefur sú breyting nú tekið gildi að tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið. Að meðaltali eru um fimm til sex SOS-foreldrar um hvert sty...