Aldrei fleiri styrktarforeldrar
Árið 2016 var gott ár hjá SOS Barnaþorpunum. Alls gerðust 1627 Íslendingar styrktarforeldrar á árinu og bættust í hóp þeirra sem vilja gott af sér leiða með því að styrkja SOS. Íslenskir styrktarforeldrar og barnaþorpsvinir eru því orðnir tæplega átta þúsund en sú tala hefur aldrei verið hærri.
Það þarf varla að taka það fram hversu þakklát SOS Barnaþorpin eru fyrir stuðninginn. Með dyggri hjálp Íslendinga gera samtökin sitt allra besta til að bæta líf barna um allan heim.
Nýlegar fréttir
Kylfingar úr Oddi styrkja nauðstödd börn í Súdan
Þúsundir Íslendinga hafa lagt neyðarsöfnunum SOS Barnaþorpanna lið á árinu með smærri og stærri framlögum. Nú í október barst rausnarlegt framlag frá félagsskap nokkurra kylfinga í Golfklúbbnum Oddi, ...
Sjáðu Eva Ruzu ræða við Sonam Gangsang um árin í SOS barnaþorpi
Íslenskum SOS-foreldrum gafst á dögunum tækifæri á að hitta Sonam Gangsang frá Tíbet sem ólst upp í barnaþorpi. Eva Ruza ræddi við Sonam og birtum við hér upptöku frá viðburðinum.