Fréttayfirlit 13. apríl 2020

Áhrif Covid-19 á fjölskyldueflingu SOS

TulumoyeCovid-19 faraldurinn er nú farinn að setja strik í reikninginn í Fjölskyldueflingu SOS Barnaþorpanna eins og útlit var fyrir. Það kallar á breytt verklag SOS á verkefnastöðunum en starfsfólk SOS hefur brugðist skjótt við og stendur sig vel. Í SOS barnaþorpunum eru börnin betur varin þessari ógn en í Fjölskyldueflingunni eru skjólstæðingar okkar berskjaldaðri því þeir búa á opnum svæðum.

Vart við heimilisofbeldi

Framlög íslenskra Fjölskylduvina renna til sárafátækra barnafjölskyldna í Eþíópíu og á Filippseyjum og hjálpa þeim að ná fjárhagslegu sjálfstæði. Þörfin fyrir Fjölskyldueflingu hefur aukist á báðum stöðum vegna Covid-19 en á sama tíma á starfsfólk okkar erfiðara með að liðsinna skjólstæðingunum vegna ferðatakmarkana og annarra hindrana.

Skólar eru lokaðir og fjölskyldur eru meira saman á heimilinu en áður. Það leiðir til aukinnar hættu á heimilisofbeldi og hefur þess þegar orðið vart. Félagsráðgjafar okkar gera það sem þeir geta til að ræða við skjólstæðingana og hjálpa þeim í þessum krefjandi aðstæðum.

TulumoyeKallar á breytta og aukna aðstoð

Fjölskylduefling SOS gengur m.a. út á það að hjálpa fjölskyldum að afla tekna. Ferðatakmarkanir hafa nú leitt til þess að fjölskyldurnar eiga erfiðara með að stunda viðskipti og afla sér tekna. Þess vegna er hætt við því að SOS Barnaþorpin muni þurfa að aðstoða fjölskyldurnar með beinum framlögum og/eða matargjöfum og eins að það taki fjölskyldurnar lengri tíma en ella að koma undir sig fótunum.

Við sjáum nú þegar hækkun á kostnaði í verkefnunum vegna Covid-19 og mun hann hækka enn frekar á næstu vikum. Stuðningur Fjölskylduvina hefur því aldrei verið eins mikilvægur og nú.

Um leið og við upplýsum þig um núverandi stöðu mála viljum við þakka þér fyrir þinn stuðning. Hann kemur svo sannarlega að gagni nú á tímum heimsfaraldursins og tilheyrandi neyðar.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í eftirlitisferð SOS á Íslandi til Tulumoye-svæðisins í Eþíópíu í febrúar 2020. Börnin á myndunum eru skjólstæðingar Fjölskyldueflingarinnar sem SOS á Íslandi fjármagnar með aðstoð Fjölskylduvina og Utanríkisráðuneytisins.

Nýlegar fréttir

Rúrik sigraði aftur í Let´s dance og gaf verðlaunaféð til SOS
26. jan. 2023 Almennar fréttir

Rúrik sigraði aftur í Let´s dance og gaf verðlaunaféð til SOS

SOS Barnaþorpunum barst í vikunni styrkur upp á rúma eina og hálfa milljón króna vegna sigurs Rúriks Gíslasonar í jólaþætti þýsku sjónvarpsþáttaraðarinnar Let´s dance.

Bragarblóm til sölu í vefverslun SOS
10. jan. 2023 Almennar fréttir

Bragarblóm til sölu í vefverslun SOS

Ljóðabókin Bragarblóm er nú til sölu í vefverslun SOS. Bókin er eft­ir Ragn­ar Inga Að­al­steins­son, einn kunn­asta hagyrð­ing lands­ins, og renn­ur allt sölu­and­virði bók­ar­inn­ar, kr. 2.500, óske...