Fréttayfirlit 5. febrúar 2020

Ágóði af sölu SOS bolsins afhentur

SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa fengið afhentar 1,6 milljónir króna frá 66°Norður. Upphæðin er ágóði af sölu á SOS-bolnum sem hannaður var í samstarfi við Rúrik Gíslason, velgjörðarsendiherra SOS, og seldur var í verslunum 66°Norður í desember sl.

Þessi styrkur fer svo sannarlega á góðan stað því honum verður ráðstafað í þrjú verkefni sem SOS á Íslandi fjármagnar og snúa öll að velferð barna í erfiðum aðstæðum. Það eru Fjölskylduefling SOS í Eþíópíu og á Filippseyjum annars vegar og hins vegar verkefnið Gegn kynferðislegri misneytingu á börnum í Tógó.

„Það var ánægjulegt að geta lagt eitthvað að mörkum og frábært að bolurinn seldist upp hratt. Það var virkilega gefandi að taka þátt í þessu verkefni,“ segir Rúrik sem hefur verið velgjörðarsendiherra hjá SOS á Íslandi síðan 2018.

„Markmiðið okkar var að framleiða vandaða vöru og gefa Íslendingum tækifæri að styrkja gott málefni um leið. Við fengum einnig tækifæri að kynnast þeirra frábæra starfi í þágu ríflega milljón barna,“ segir Fannar Páll Aðalsteinsson, markaðsstjóri 66°Norður.

„Samstarfið við Rúrik og 66°Norður var til fyrirmyndar í alla staði. Afraksturinn af sölu bolsins mun sannarlega koma að góðum notum,“ segir Ragnar Schram, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna á Íslandi.

Fjölskylduefling SOS gengur út á að aðstoða sárafátækar barnafjölskyldur til sjálfbærni, gera þeim kleift að mæta grunnþörfum barna sinna og stuðla að menntun barnanna og foreldranna. Verkefnið í Eþíópíu stendur yfir í fjögur ár, frá 2018 og út árið 2021 og verkefnið á Filippseyjum er í þrjú ár, frá 2019 og út árið 2021.

Verkefnið í Tógó gegn kynferðislegri miseytingu á börnum hófst nú í janúar 2020 og stendur yfir í 3 ár. 56% stúlkna í Tógó eru fórnarlömb kynferðslegrar misneytingar og 17,3% stúlkna verða barnshafandi fyrir 18 ára aldur.

Nýlegar fréttir

Laust starf: Þjónustu- og skrifstofufulltrúi
10. sep. 2024 Almennar fréttir

Laust starf: Þjónustu- og skrifstofufulltrúi

SOS Barnaþorpin leita að drífandi einstaklingi sem brennur fyrir mannúðarmál, nýtir sín í mannlegum samskiptum og er töluglöggur.

Yfir 19 milljónir barna í Súdan ganga ekki í skóla
5. sep. 2024 Almennar fréttir

Yfir 19 milljónir barna í Súdan ganga ekki í skóla

Framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Súdan segir neyðarástandið í landinu eiga eftir að skilja eftir ör á sál landsmanna. Milljónir eru á flótta vegna borgarastríðs og daglega verða yfir hundrað manns...