Fréttayfirlit 10. desember 2019

95 ára kona styrkti SOS um hálfa milljón

Kveðja frá SOS í ÍrakÁ dögunum kom til okkar á skrifstofu SOS Barnaþorpanna í Kópavogi 95 ára gömul kona í þeim erindagjörðum að styrkja eitthvert af verkefnum samtakanna um hálfa milljón króna. Í samráði við þessu góðhjörtuðu konu var ákveðið að upphæðin yrði send í neyðaraðstoð SOS við barnafjölskyldur á flótta í Írak.

Þakklætiskveðja til Íslands frá Írak

SOS á Íslandi styrkti flóttamannaaðstoðina í Írak um 10 milljónir króna árið 2017 og bætist þessi styrkur við þá upphæð. Fjárframlögin frá Íslandi hafa mikla þýðingu fyrir þetta mikilvæga verkefni og til marks um það fengum við þakklætiskveðju frá SOS í Írak sem sjá má á meðfylgjandi myndum. Þar er þakklæti beint til styrktaraðila SOS á Íslandi.

Aðstoðin í Írak beinist sérstaklega að börnum, ungmennum og konum en einnig hafa munaðarlaus börn fengið ný heimili í SOS Barnaþorpum í landinu.

Kveðja frá SOS í ÍrakHelstu verkefnin eru:

  • Áfalla- og sálfræðimeðferð

  • Fjárhagsleg aðstoð

  • Barnvæn svæði þar sem börn geta leikið sér við önnur börn, fengið að borða og tekið þátt í verkefnum á vegum SOS. Einnig hafa samtökin komið upp samfélagsmiðstöðvum fyrir foreldra þar sem þeir geta sótt námskeið, hlustað á tónlist eða spjallað við aðra foreldra.

  • Fræðsla á mannréttindum.

Önnur verkefni neyðaraðstoðarinnar eru dreifing matvæla, heilbrigðisþjónusta, lögfræðiaðstoð, sameining fjölskyldna og menntun.

GEFA FRJÁLST FRAMLAG

Nýlegar fréttir

Börnin aftur í skóla eftir átta mánaða hlé vegna stríðsins
25. júl. 2024 Almennar fréttir

Börnin aftur í skóla eftir átta mánaða hlé vegna stríðsins

Börnin 68 sem flutt voru frá SOS barnaþorpinu í Rafah á Gaza til barnaþorpsins í Bethlehem á Vesturbakkanum í mars sl. eru komin aftur í skóla. Vegna stríðsins féll skólaganga þeirra niður í átta mánu...

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið
3. júl. 2024 Almennar fréttir

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið

Vegna aukinnar þarfar á stuðningi við börn í SOS barnaþorpum hefur sú breyting nú tekið gildi að tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið. Að meðaltali eru um fimm til sex SOS-foreldrar um hvert sty...