Fréttayfirlit 21. desember 2015

80 þúsund krónur til Sýrlands frá Dalheimum

Frístundaheimilið Dalheimar í Reykjavík afhentu SOS Barnaþorpunum rúmar 80 þúsund krónur í síðustu viku sem verða notaðar í starf samtakanna í Sýrlandi. SOS Barnaþorpin sinna neyðaraðstoð vegna átakanna þar í landi en einnig eru þar tvö SOS Barnaþorp.

Börnin stóðu fyrir tveimur atburðum á haustönn 2015 og söfnuðu þannig fjárhæðinni. Annars vegar héldu þau hæfileikakeppnina Dalheimar Got Talent þar sem hægt var að kaupa kaffi og kökur og hins vegar bingó þar sem börnin seldu inn og voru með veitingar.

Dalheimar er frístundaheimili fyrir börn í 3.- 4.bekk í skólunum Langholtsskóla og Laugarnesskóla. Þetta er í annað skipti sem börnin á Dalheimum styrkja verkefni á vegum SOS Barnaþorpanna en fyrr á árinu afhentu þau samtökunum 25 þúsund krónur vegna neyðaraðstoðar SOS í Nepal.

Nýlegar fréttir

Börnin aftur í skóla eftir átta mánaða hlé vegna stríðsins
25. júl. 2024 Almennar fréttir

Börnin aftur í skóla eftir átta mánaða hlé vegna stríðsins

Börnin 68 sem flutt voru frá SOS barnaþorpinu í Rafah á Gaza til barnaþorpsins í Bethlehem á Vesturbakkanum í mars sl. eru komin aftur í skóla. Vegna stríðsins féll skólaganga þeirra niður í átta mánu...

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið
3. júl. 2024 Almennar fréttir

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið

Vegna aukinnar þarfar á stuðningi við börn í SOS barnaþorpum hefur sú breyting nú tekið gildi að tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið. Að meðaltali eru um fimm til sex SOS-foreldrar um hvert sty...