68.000 börn og ungmenni á framfæri SOS Barnaþorpanna
Börnum og ungmennum á framfæri SOS Barnaþorpanna fjölgaði um 4% á árinu 2021 frá árinu áður og eru nú um 68 þúsund í beinni umsjá samtakanna um allan heim. Samtökin reka alls 539 barnaþorp og sambærileg umönnunarúrræði.
SOS hjálpaði alls 1,28 milljónum einstaklinga á árinu samaborið við 1,18 milljónir árinu áður. Skjólstæðingum fjölskyldueflingar fjölgaði um 31%, úr 347.000 börnum, ungmennum og fullorðnum árið 2020 upp í 455.400.
Fjölgun vegna Covid-19
Fjöldi á ungmennaheimilum barnaþorpanna jókst um 17% og er það ein af afleiðingum Covid-19. Færri fluttu úr barnaþorpunum til að standa á eigin fótum vegna færri atvinnutækifæra og truflana á námi af völdum heimsfaraldursins.
SOS Barnaþorpin í 138 löndum
Eitt aðildarland SOS Barnaþorpanna bættist við á árinu, Liechtenstein, sem hefur unnið að fjáröflun síðan 2019. Liechtenstein er eins og Ísland, meðal átta aðildarlanda SOS sem eru ekki með innanlandsverkefni heldur eingöngu fjáröflun.
Umfang barnahjálpar SOS Barnaþorpanna 2021
Samtökin reka alls 539 barnaþorp og sambærileg umönnunarúrræði í 130 löndum. Undanfarin ár hefur starfsemi samtakanna tekið smávægilegum breytingum. SOS aðlagast aðstæðum í hverju landi og umönnun barnanna fer ekki eingöngu fram í barnaþorpum eins og þekkst hefur í starfsemi SOS í yfir sjö áratugi. Börn alast nú líka upp í fjölskylduumhverfi sem fellur undir ýmsar fleiri starfseiningar innan SOS.
Þá reka samtökin fjölda leikskóla, grunnskóla, verknámsskóla, ungmennaheimila og heilsugæslustöðva auk þess að sinna neyðar- og mannúðaraðstoð. Allt í þágu barna.
Umfang starfsemi SOS árið 2021
Starfseining | Fjöldi | Skjólstæðingar |
SOS barnaþorp og sambærileg umönnun | 539 | 38.300 |
Önnur umönnun | 237 | 7.700 |
Ungmennaheimili | 703 | 22.000 |
Samtals | 1.479 | 68.000 |
Leikskólar | 170 | 28.200 |
Skólar á barna- og unglingastigi | 179 | 162.600 |
Verkmenntaskólar | 117 | 12.200 |
Heilbrigðisþjónustustöðvar | 62 | 300.800 |
Neyðar- og mannúðaraðstoð | 35 | 192.400 |
SOS fjölskylduefling | 719 | 455.400 |
Önnur aðstoð | 69 | 57.400 |
Samtals hjálpað árið 2021 | 2.845 | 1.277.200 |
Nýlegar fréttir
SOS blaðið 2024 komið út
SOS-blað ársins er komið út og er það aðgengilegt öllum rafrænt hér á vefsíðu okkar. Í blaðinu er viðtal við hina tíbetsku Sonam Gangsang sem ólst upp í SOS barnaþorpi á Indlandi og heimsótti fyrrvera...
Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum
Alþjóðlegri herferð SOS Barnaþorpanna, „Stappað fyrir friði“, var hrundið af stað á þriðjudaginn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í aðdraganda 35 ára afmælis Barnasáttmálans. Íslensk börn ...