Fréttayfirlit 16. október 2017

500 milljónir til SOS Barnaþorpanna

Framlög Íslendinga til SOS Barnaþorpanna árið 2016 voru 500 milljónir, samkvæmt ársskýrslu SOS á Íslandi. Tekjur samtakanna hafa aldrei verið hærri en þær jukust um 8% á milli ára. Frá stofnun SOS Barnaþorpanna á Íslandi árið 1989 hafa framlög Íslendinga verið 5,7 milljarðar króna á verðlagi dagsins í dag sem má teljast magnaður árangur.

Alls voru um 25 þúsund einstaklingar sem styrktu SOS Barnaþorpin árið 2016 og er þá bæði um að ræða mánaðarlega styrki og frjáls framlög, meðal annars vegna neyðarverkefna. Alþjóðasamtök SOS sinntu neyðaraðstoð í 28 löndum og hafa þau aldrei verið fleiri. SOS á Íslandi tók þátt í 13 neyðar- og uppbyggingarverkefnum og voru 72,4 milljónir króna send út í þau verkefni.

Framlög Styrktarforeldra og Barnaþorpsvina voru 350,1 milljón króna, eða 70% af heildarframlögum samtakanna, sem sýnir hve máttur þeirra er mikill.

Alls fóru 81% tekna SOS á Íslandi til erlendra verkefna, bæði til barnaþorpa og í neyðar- og uppbyggingarverkefni. 19% tekna voru nýttar á Íslandi t.d. í fjölgun nýrra styrktarforeldra, fræðsluverkefni í skólum og leikskólum og launa- og skrifstofukostnað. Samtökin hafa alla tíð reynt að halda kostnaði í lágmarki sem sýnir sig í því að aðeins eru 4,6 stöðugildi á skrifstofu samtakanna.   

Ársskýrslu SOS Barnaþorpanna í heild sinni má nálgast hér.

Nýlegar fréttir

Börnin í Líbanon heil á húfi
16. okt. 2024 Almennar fréttir

Börnin í Líbanon heil á húfi

SOS Barnaþorpin í Líbanon hafa staðfest að öll börn og ungmenni á framfæri samtakanna í landinu eru heil á húfi. Stríðsástandið í landinu hefur þó áhrif á börnin sem áfram er hlúð vel að.

Kylfingar úr Oddi styrkja nauðstödd börn í Súdan
8. okt. 2024 Almennar fréttir

Kylfingar úr Oddi styrkja nauðstödd börn í Súdan

Þúsundir Íslendinga hafa lagt neyðarsöfnunum SOS Barnaþorpanna lið á árinu með smærri og stærri framlögum. Nú í október barst rausnarlegt framlag frá félagsskap nokkurra kylfinga í Golfklúbbnum Oddi, ...