Fréttayfirlit 16. október 2017

500 milljónir til SOS Barnaþorpanna

Framlög Íslendinga til SOS Barnaþorpanna árið 2016 voru 500 milljónir, samkvæmt ársskýrslu SOS á Íslandi. Tekjur samtakanna hafa aldrei verið hærri en þær jukust um 8% á milli ára. Frá stofnun SOS Barnaþorpanna á Íslandi árið 1989 hafa framlög Íslendinga verið 5,7 milljarðar króna á verðlagi dagsins í dag sem má teljast magnaður árangur.

Alls voru um 25 þúsund einstaklingar sem styrktu SOS Barnaþorpin árið 2016 og er þá bæði um að ræða mánaðarlega styrki og frjáls framlög, meðal annars vegna neyðarverkefna. Alþjóðasamtök SOS sinntu neyðaraðstoð í 28 löndum og hafa þau aldrei verið fleiri. SOS á Íslandi tók þátt í 13 neyðar- og uppbyggingarverkefnum og voru 72,4 milljónir króna send út í þau verkefni.

Framlög Styrktarforeldra og Barnaþorpsvina voru 350,1 milljón króna, eða 70% af heildarframlögum samtakanna, sem sýnir hve máttur þeirra er mikill.

Alls fóru 81% tekna SOS á Íslandi til erlendra verkefna, bæði til barnaþorpa og í neyðar- og uppbyggingarverkefni. 19% tekna voru nýttar á Íslandi t.d. í fjölgun nýrra styrktarforeldra, fræðsluverkefni í skólum og leikskólum og launa- og skrifstofukostnað. Samtökin hafa alla tíð reynt að halda kostnaði í lágmarki sem sýnir sig í því að aðeins eru 4,6 stöðugildi á skrifstofu samtakanna.   

Ársskýrslu SOS Barnaþorpanna í heild sinni má nálgast hér.

Nýlegar fréttir

Á þriðja tug milljóna króna til SOS í Palestínu
23. apr. 2024 Almennar fréttir

Á þriðja tug milljóna króna til SOS í Palestínu

SOS Barnaþorpin á Íslandi senda á næstu dögum tíu milljónir króna til SOS í Palestínu vegna neyðaraðgerða á Gaza. Rúmar átta milljónir króna hafa safnast í söfnun SOS á Íslandi sem hófst í febrúar og ...

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna 2024
22. apr. 2024 Almennar fréttir

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna 2024

Boðað er til aðalfundar SOS Barnaþorpanna mánudaginn 13. maí kl.17:30 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Hábraut 1a (gegnt Gerðasafni). Til þess að félagi geti nýtt félagsleg réttindi sín á aðalfundi s...