Fréttayfirlit 14. september 2015

30 flóttabörn flutt í SOS Barnaþorp

Yfir 30 flóttabörn sem komu til Austurríkis án foreldra hafa nú eignast nýtt heimili í SOS Barnaþorpum þar í landi. Til stendur að gefa 70 foreldralausum flóttabörnum til viðbótar ný heimili í barnaþorpum þar á næstu þremur mánuðum.

Um er að ræða börn á aldrinum 7-13 ára frá Sýrlandi, Afganistan og Íran og komu þau öll ein síns liðs til Austurríkis. Öll fá þau áfallahjálp og sálfræðiaðstoð enda búin að upplifa ansi margt á stuttri ævi.

„Þetta snýst um ekki um að gefa þessum börnum þak yfir höfuðið. Hér fá þau tækifæri á eðlilegri barnæsku. Þau eignast fjölskyldu og mæta í skóla,“ segir Clemens Klingan, fulltrúi SOS Barnaþorpanna í Austurríki.

Þá hafa SOS Barnaþorpin einnig gefið ungu fólki á flótta, þ.e. ungmennum á aldrinum 17-21 ára, heimili á SOS ungmennaheimilum í Austurríki. Fleiri ungmennaheimili verða sett á laggirnar á næstu mánuðum þar sem ungir flóttamenn eignast nýtt heimili.

Nýlegar fréttir

Börnin aftur í skóla eftir átta mánaða hlé vegna stríðsins
25. júl. 2024 Almennar fréttir

Börnin aftur í skóla eftir átta mánaða hlé vegna stríðsins

Börnin 68 sem flutt voru frá SOS barnaþorpinu í Rafah á Gaza til barnaþorpsins í Bethlehem á Vesturbakkanum í mars sl. eru komin aftur í skóla. Vegna stríðsins féll skólaganga þeirra niður í átta mánu...

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið
3. júl. 2024 Almennar fréttir

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið

Vegna aukinnar þarfar á stuðningi við börn í SOS barnaþorpum hefur sú breyting nú tekið gildi að tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið. Að meðaltali eru um fimm til sex SOS-foreldrar um hvert sty...