Fréttayfirlit 25. mars 2022

11 milljónir hafa safnast fyrir Úkraínu

11 milljónir hafa safnast fyrir Úkraínu

Það er ánægjulegt að segja frá því að nú eru sveitarfélög farin að leggja SOS Barnaþorpunum lið í neyðarsöfnuninni fyrir Úkraínu. Í gær barst 500.000 króna framlag frá Svalbarðsstrandarhreppi og þar með var 11 milljóna króna múrinn brotinn í söfnuninni.

Svalbarðsstrandarhreppur skorar á önnur sveitarfélög að gera slíkt hið sama.

Okkur hjá SOS Barnaþorpunum á Íslandi langar að koma á framfæri innilegum þökkum til allra sem hafa lagt okkur lið í söfnuninni sem stendur enn yfir og mun gera áfram. SOS á Íslandi leggur auk þess til 5 milljónir króna.

Hvernig er söfnunarfé varið?

Hjálparstarf SOS Barnaþorpanna stendur ekki aðeins yfir í Úkraínu heldur líka nágrannalöndunum þangað sem bæði barnafjölskyldur og umkomulaus börn hafa flúið til. Mikið álag er á starfsfólki SOS í þessum löndum og daglega koma upp nýjar áskoranir sem flækja hjálparstarfið.

Söfnunarféð er eyrnamerkt mörgum þáttum hjálparstarfsins sem breytast á hverjum degi. Allt fé sem safnast í neyðarsöfnunum SOS um allan heim er því ekki eingöngu að nýtast í dag heldur mun gera það áfram eins lengi og þörf er á.

Söfnunarfénu er að stærstum hluta varið í að framfleyta og styðja við börn, ungmenni og barnafjölskyldur sem eiga um sárt að binda. Því er einnig varið í laun umönnunaraðila barna, bæði í Úkraínu og nágrannalöndunum. Aðaláhersla er lögð á velferð barna, að hlúð sé að þeim af alúð og umhyggju.

Er framlagið þitt að skila sér?

Eðlilegt er að almenningur sem gefur fé til neyðarsafnana spyrji hvort framlögin þeirra séu að skila sér í hjálparstarfið. Allt söfnunarfé fer eftir öruggum fjármálaleiðum innan SOS Barnaþorpanna sem eru með starfsemi í öllum þessum löndum. SOS Barnaþorpin á Íslandi senda allt söfnunarfé óskert til alþjóðasamtaka SOS í Austurríki þar sem 5% verður eftir í umsýslu eins og venja er.

Nýlegar fréttir

Seinna SOS-blað ársins komið út
29. nóv. 2023 Almennar fréttir

Seinna SOS-blað ársins komið út

Seinna SOS-blað ársins er kom­ið út og er það að venju aðgengilegt rafrænt hér á sos.is. Þetta er í annað sinn sem blaðið kemur út með breyttu fyr­ir­komu­lagi á dreif­ingu til styrktarað­ila.

Viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna í Marokkó
21. nóv. 2023 Almennar fréttir

Viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna í Marokkó

Líf þúsunda barna breyttist þegar jarðskjálfti reið yfir Marokkó 8. september sl. og munu afleiðingarnar hafa áhrif á landið um ókomna tíð. Hér má lesa um útfærslu á viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna ...