Fréttayfirlit 25. júní 2021

1% hækkun heildarframlaga til SOS á erfiðu veiruári

1% hækkun heildarframlaga til SOS á erfiðu veiruári

Alls 30.915 Íslendingar styrktu SOS Barnaþorpin á árinu 2020 og hafa þeir aldrei verið fleiri á einu ári. Þeim fjölgaði um 5.670 milli ára eða 22,5%. Heildartekjur til SOS Barnaþorpanna á Íslandi hækkuðu þó ekki nema um 1% en þær námu um 674 milljónum króna. Þetta kemur fram í ársskýrslu og ársreikningi SOS á Íslandi sem nú hafa verið birt hér á heimasíðunni.

Af þessum 30.915 Íslendingum eru mánaðarlegir styrktaraðilar 10.434 og fækkaði þeim um 87 frá fyrra ári. Langflestir þeirra eru SOS foreldrar sem styrkja alls 8.704 börn í barnaþorpum í 107 löndum og fylgjast með uppvexti þeirra. Rekstrarkostnaður SOS á árinu 2020 var 18,7% sem þýðir að 813 krónur af hverju eitt þúsund króna framlagi renna að jafnaði í hjálparstarf SOS.

Kannski sýnir þetta okkur að hegðun Íslendinga þegar kemur að framlögum til góðgerðarmála sé að breytast... Ragnar Schram
Ragnar Schram, framkvæmdastjóri SOS á Íslandi. Ragnar Schram, framkvæmdastjóri SOS á Íslandi.

Er hegðun styrktaraðila að breytast?

„Það sem helst skýrir að aukning tekna hafi ekki verið meiri en raun ber vitni er sú staðreynd að flestir nýir styrktaraðilar hafa valið að fara varlega í sakirnar og gefa stök framlög frekar en föst mánaðarleg framlög. Kannski sýnir þetta okkur að hegðun Íslendinga þegar kemur að framlögum til góðgerðarmála sé að breytast og að þeir vilji frekar gefa stöku sinnum og óreglulega heldur en skuldbinda sig til mánaðarlegra framlaga," segir Ragnar Schram, framkvæmdastjóri SOS í pistli sínum í ársskýrslunni.

Óski styrktaraðilar eða aðrir eftir frekari upplýsingum um ársreikning samtakanna er viðkomandi velkomið að hafa samband við okkur á skrifstofu SOS í síma 564 2910 eða á netfangið sos@sos.is

Lesa má allt um fjármál samtakanna á sérstöku fjármálasvæði hér á heimasíðunni.

Nýlegar fréttir

SOS blaðið 2024 komið út
28. nóv. 2024 Almennar fréttir

SOS blaðið 2024 komið út

SOS-blað ársins er komið út og er það aðgengilegt öllum rafrænt hér á vefsíðu okkar. Í blaðinu er viðtal við hina tíbetsku Sonam Gangsang sem ólst upp í SOS barnaþorpi á Indlandi og heimsótti fyrrvera...

Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum
22. nóv. 2024 Almennar fréttir

Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum

Alþjóðlegri herferð SOS Barnaþorpanna, „Stappað fyrir friði“, var hrundið af stað á þriðjudaginn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í aðdraganda 35 ára afmælis Barnasáttmálans. Íslensk börn ...