Veldu dagsetningu
Yfirlit

19. desember

Saumasysturnar

Fátækt er ein aðalástæða þess að börn missa foreldraumsjón. Það getur verið sérstaklega erfitt fyrir fátækar fjölskyldur þegar foreldrarnir eru einstæðir og þurfa að sjá einir um börnin sín. Í mörgum löndum getur verið erfitt að fá vinnu. Og jafnvel þó maður sé svo heppinn að fá vinnu þá duga tekjurnar hjá einstæðu foreldri ekki alltaf fyrir helstu nauðsynjum. Lífið getur því orðið mjög krefjandi. Hvernig getur mamma eða pabbi útvegað börnum sínum hlýtt, þurrt og öruggt heimili og skólatöskur ef það er ekki einu sinni til nægur peningur fyrir mat?

SOS Barnaþorpin vinna að því á hverjum degi um allan heim að aðstoða fjölskyldur svo þær geti búið saman. Oft er ekki mikið sem þarf að gera til þess að það sé hægt. Í glugga dagsins heimsækjum við móður sem getur nú annast dætur sínar vel eftir að hafa fengið smá stuðning frá SOS Barnaþorpunum.

Umræðupunktar

  • Báðar stelpurnar hjálpa mömmu sinni oft í saumabúðinni eftir skóla. Haldið þið að þeim finnist það skemmtilegt? Af hverju? Af hverju ekki?
  • Hjálpið þið til heima hjá ykkur? Er gaman að leggja sitt af mörkum og gera gagn eða á fullorðna fólkið bara að sjá um þetta sjálft?
  • Hvers vegna er svona mikilvægt að börnin fái menntun?