Fréttayfirlit 11. maí 2018

„Vinnudegi“ móður lýkur aldrei

SOS foreldrar eru af báðum kynjum en þó eru mæðurnar í miklum meirihluta og þær heiðrum við á mæðradaginn n.k. sunnudag. Það er oft sagt að vinnudegi móður ljúki aldrei. Það er að minnsta kosti raunin hjá yfir 5,800 SOS-mæðrum sem starfa í barnaþorpunum okkar í þeim 126 löndum þar sem þau eru starfrækt.

„Tvö yngstu börnin mín eiga ekki blóðtengda foreldra og hjartnæmustu minningastundir mínar eru þegar þau óska mér til hamingju með mæðradaginn.“ segir Joumana, SOS móðir í barnaþorpi í Bhersaf í Líbanon.

„Velgengni hefur þá þýðingu fyrir mér að börnunum gangi vel og þau komist yfir þá erfiðu reynslu sem er að baki. Þau komu hingað með þunga byrði og ég vona að þau geti smám saman sleppt takinu á fortíðinni.“ segir Elida, SOS móðir í barnaþorpunum í Retalhuleu í Gvatemala.

Engin lokadagsetning á ástinni

Þegar séð er um stóra fjölskyldu byrja dagarnir snemma og þeim lýkur seint. Það þarf að undirbúa máltíðir, sinna öllum heimilisstörfum og sjá til þess að börnin sinni heimanámi sínu. Líkt og mæður um allan heim ganga SOS mæður í gegnum hæðir og lægðir, sigrast á áskorunum og upplifa jafnt ánægjulegar sem sorglegar stundir. Segja má að þær starfi við að útdeila ást til barnanna og það er enginn lokadagsetning á þeirri ást þó dvalartíma barnanna í barnaþorpunum ljúki.

„Það er mikilvægt að þér líki vel við starfið hérna. Hver dagur er áskorun en ef þú nærð að gera „andlegt landakort“ og forgangsraðar þá geturðu haldið áfram. Það er mikilvægast að börnin finni að þau eru elskuð. Þá læra þau að elska og það gerir þau sjálf að betri foreldrum í framtíðinni.“ segir Elida.

Nýlegar fréttir

Á þriðja tug milljóna króna til SOS í Palestínu
23. apr. 2024 Almennar fréttir

Á þriðja tug milljóna króna til SOS í Palestínu

SOS Barnaþorpin á Íslandi senda á næstu dögum tíu milljónir króna til SOS í Palestínu vegna neyðaraðgerða á Gaza. Rúmar átta milljónir króna hafa safnast í söfnun SOS á Íslandi sem hófst í febrúar og ...

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna 2024
22. apr. 2024 Almennar fréttir

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna 2024

Boðað er til aðalfundar SOS Barnaþorpanna mánudaginn 13. maí kl.17:30 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Hábraut 1a (gegnt Gerðasafni). Til þess að félagi geti nýtt félagsleg réttindi sín á aðalfundi s...