Fréttayfirlit 23. nóvember 2020

Viðbúið að rýma þurfi SOS barnaþorp í Eþíópíu vegna stríðsátaka

Viðbúið að rýma þurfi SOS barnaþorp í Eþíópíu vegna stríðsátaka

SOS Barnaþorpin í Eþíópíu eru í viðbragðsstöðu og reiðbúin, ef til þess kemur, að rýma SOS barnaþorpið í Makalle, höfuðborg Tigray héraðs, vegna stríðsátaka sem þar geisa. Erfiðlega gengur að fá upplýsingar frá barnaþorpinu því lokað hefur verið á fjarskiptasamband og aðgangur að héraðinu er takmarkaður.

234 börn og ungmenni í barnaþorpinu

234 börn og ungmenni búa í SOS barnaþorpinu í Makalle og eiga 38 þeirra SOS-styrktarforeldra á Íslandi. 73 starfsmenn SOS eru í barnaþorpinu. SOS Barnaþorpin reka einnig fjölskyldueflingarverkefni á svæðinu auk barnaþorpsins. „Það síðasta sem ég heyrði frá okkar fólki í Makalle var að allir væru óhultir," segir Sahlemariam Abebe, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Eþíópíu.

Fyrir reglulegar fréttir af ástandinu í Eþíópíu mælum við með góðri umfjöllun um Eþíópíu á fréttavef RÚV.

Milljónir þurfa á mannúðaraðstoð að halda

Harðir bardagar hafa geisað í héraðinu undanfarið milli stjórnarhers Eþíópíu og TPLF, Þjóðfrelsisfylkingar Tigray, með þeim afleiðingum að tugir þúsunda almennra borgara hafa flúið yfir til nágrannalandsins Súdans og talið er að hundruð hafi látið lífið. Samkvæmt tölum frá UNICEF þurfa 2,3 milljónir barna á mannúðaraðstoð að halda.

Samskipti í gegnum krókaleiðir

Sahlemariam segir erfitt að gera sér grein fyrir hvernig ástandið er nákvæmlega í barnaþorpinu vegna fyrrgreindra samskiptavandamála. Hann hefur þurft að fara krókaleiðir að því að skiptast á skilaboðum við framkvæmdastjóra barnaþorpsins í gegnum starfsfólk Sameinuðu þjóðanna. Hann segir að átakasvæðin séu víða en næst SOS barnaþorpinu í 47 km fjarlægð.

Grænt ljós á rýmingu

Sahlemariam segir að Sameinuðu þjóðirnar eigi í viðræðum við yfirvöld um aðgengi að héraðinu fyrir hjálparsamtök. „Ef ástandið versnar og átökin hafa bein áhrif á SOS-fjölskyldur þá munum við hefja rýmingu. Við höfum fengið grænt ljós á það frá UNOCHA, samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum," segir Sahlemariam.

Í meðfylgjandi umfjöllun sjónvarpssstöðvarinnar Al Jazeera (á ensku) er ástandið í Eþíópíu útskýrt á eins einfaldan hátt og mögulegt er.

Nýlegar fréttir

Á þriðja tug milljóna króna til SOS í Palestínu
23. apr. 2024 Almennar fréttir

Á þriðja tug milljóna króna til SOS í Palestínu

SOS Barnaþorpin á Íslandi senda á næstu dögum tíu milljónir króna til SOS í Palestínu vegna neyðaraðgerða á Gaza. Rúmar átta milljónir króna hafa safnast í söfnun SOS á Íslandi sem hófst í febrúar og ...

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna 2024
22. apr. 2024 Almennar fréttir

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna 2024

Boðað er til aðalfundar SOS Barnaþorpanna mánudaginn 13. maí kl.17:30 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Hábraut 1a (gegnt Gerðasafni). Til þess að félagi geti nýtt félagsleg réttindi sín á aðalfundi s...