Fréttayfirlit 23. ágúst 2017

Tombóla á Menningarnótt

Á Menningarnótt tók Benedikt Þórisson sig til og hélt tombólu til styrktar SOS Barnaþorpunum. Þetta er í sjöunda skipti sem Benedikt heldur fjáröflun á Menningarnótt en áður hefur yngri bróðir hans, Bjartur, verið með. Þeir bræður, ásamt fjölskyldu sinni styrkja dreng sem heitir Asif Hussain og býr í SOS Barnaþorpinu í Dhaka í Bangladess og rennur ágóðinn til barnaþorpsins sem Asif býr í.

Benedikt safnaði 8.200 krónum í ár og þakka SOS Barnaþorpin honum kærlega fyrir stuðninginn! 

Nýlegar fréttir

Á þriðja tug milljóna króna til SOS í Palestínu
23. apr. 2024 Almennar fréttir

Á þriðja tug milljóna króna til SOS í Palestínu

SOS Barnaþorpin á Íslandi senda á næstu dögum tíu milljónir króna til SOS í Palestínu vegna neyðaraðgerða á Gaza. Rúmar átta milljónir króna hafa safnast í söfnun SOS á Íslandi sem hófst í febrúar og ...

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna 2024
22. apr. 2024 Almennar fréttir

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna 2024

Boðað er til aðalfundar SOS Barnaþorpanna mánudaginn 13. maí kl.17:30 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Hábraut 1a (gegnt Gerðasafni). Til þess að félagi geti nýtt félagsleg réttindi sín á aðalfundi s...