Fréttayfirlit 26. júlí 2019

Þurfti tvisvar að flýja með börnin úr barnaþorpum vegna stríðsátaka

Ímyndaðu þér hvernig það væri að ala börn upp á stríðshrjáðu svæði og þurfa að flýja heimili þitt, ekki einu sinni heldur tvisvar. Ímyndaðu þér líka hvernig það er að ala upp 35 börn á 40 árum. Þetta eru sögur tveggja SOS mæðra sem okkur langar að kynna fyrir ykkur í tveimur myndskeiðum.

Salam Khalaf frá Sýrlandi og Chandra Kala Thapa frá Nepal

GERAST SOS STYRKTARFORELDRI

SOS Barnaþorpin heiðra tvær ofurmömmur

Salam Khalaf frá Sýrlandi og Chandra Kala Thapa frá Nepal voru á dögunum heiðraðar fyrir starf sitt hjá SOS Barnaþorpunum og þeim veitt Helmut Kutin viðurkenningin.

Stríðsátök reyna á börnin

Árið 2012 þurfti að rýma SOS barnaþorpið í Aleppó vegna stríðsátakanna í Sýrlandi og þar bjó þá Salam ásamt SOS-börnum sínum. Hún hjálpaði SOS-börnunum sínum að jafna sig og aðlagast lífinu í barnaþorpinu í Damaskus sem þau þurftu svo einnig að flýja vegna stríðsátaka en gátu snúið aftur til síðar.

„Ég hef orðið vitni að því síðustu átta ár sérstaklega hversu mörg börn í Sýrlandi hafa átt erfitt líf og hversu mikilvægt það er að við stöndum saman um að bjarga þeim,“ sagði Salam þegar hún veitti viðurkenningunni viðtöku. Áhugaverða frásögn Salam af lífsreynslu hennar og barnanna má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.

Ól upp 35 börn á 40 árum

Chandra er ein þeirra SOS-mæðra sem lengst hafa starfað hjá SOS Barnaþorpunum í dag. Hún hefur tileinkað síðustu 40 árum lífs síns í að ala upp 35 börn í barnaþorpinu Gandaki í Nepal eða síðan hún var tvítug. „Með skilyrðislausri ást og umhyggju veitum við börnunum heimilislega tilfinningu, leiðbeinum þeim í átt að sjálfstæði og hjálpum þeim að skilja sársaukann eftir í fortíðinni,“ sagði Chandra. Frásögn hennar má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.

GERAST SOS STYRKTARFORELDRI

Nýlegar fréttir

Á þriðja tug milljóna króna til SOS í Palestínu
23. apr. 2024 Almennar fréttir

Á þriðja tug milljóna króna til SOS í Palestínu

SOS Barnaþorpin á Íslandi senda á næstu dögum tíu milljónir króna til SOS í Palestínu vegna neyðaraðgerða á Gaza. Rúmar átta milljónir króna hafa safnast í söfnun SOS á Íslandi sem hófst í febrúar og ...

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna 2024
22. apr. 2024 Almennar fréttir

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna 2024

Boðað er til aðalfundar SOS Barnaþorpanna mánudaginn 13. maí kl.17:30 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Hábraut 1a (gegnt Gerðasafni). Til þess að félagi geti nýtt félagsleg réttindi sín á aðalfundi s...