Fréttayfirlit 9. febrúar 2016

Ruglingsleg jólabréf

Starfsfólk SOS Barnaþorpanna á Íslandi hefur að undanförnu fengið nokkrar fyrirspurnir frá styrktarforeldrum um jólabréfin sem bárust nú í desember eða janúar. Sum bréfanna þykja heldur ruglingsleg og einhverjum styrktarforeldrum finnst ekki mikið skrifað um styrktarbörnin.

Starfsfólki SOS á Íslandi þykir afar leiðinlegt ef bréfin frá barnaþorpunum standa ekki undir væntingum. Á síðasta ári var ákveðið að breyta formi jólabréfanna með þeim tilgangi að bæta bréfin og halda styrktarforeldrunum upplýstari. Óskað var eftir því að öll barnaþorpin breyttu sínum verkferlum en svo virðist sem einhver þorp hafi ekki náð að breyta sínum ferlum að fullu.

Ef styrktarforeldrum finnast bréfin frá barnaþorpunum ruglingsleg eða ekki nægilega skiljanleg er skýringin líklegast þessi breyting á verkferlum, sem því miður hefur ekki tekist fullkomlega. Við hvetjum ykkur þó að hafa samband við skrifstofu SOS Barnaþorpanna í síma 564-2910 ef frekari útskýringa er þörf. 

Nýlegar fréttir

Á þriðja tug milljóna króna til SOS í Palestínu
23. apr. 2024 Almennar fréttir

Á þriðja tug milljóna króna til SOS í Palestínu

SOS Barnaþorpin á Íslandi senda á næstu dögum tíu milljónir króna til SOS í Palestínu vegna neyðaraðgerða á Gaza. Rúmar átta milljónir króna hafa safnast í söfnun SOS á Íslandi sem hófst í febrúar og ...

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna 2024
22. apr. 2024 Almennar fréttir

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna 2024

Boðað er til aðalfundar SOS Barnaþorpanna mánudaginn 13. maí kl.17:30 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Hábraut 1a (gegnt Gerðasafni). Til þess að félagi geti nýtt félagsleg réttindi sín á aðalfundi s...