Fréttayfirlit 17. desember 2019

Álfaheiði safnaði metupphæð fyrir Ísabellu

Leikskólinn Álfaheiði 2019Það er árviss viðburður að börnin í leikskólanum Álfaheiði í Kópavogi heimsæki skrifstofu SOS Barnaþorpanna og afhendi árlegt framlag fyrir styrktarbarn leikskólans, Ísabellu, sem er þriggja ára og býr í SOS barnaþorpi í Tansaníu. Börnin í Álfaheiði eru að sjálfsögðu komin í mikið jólaskap og sungu fyrir okkur jólalög sem sjá má á meðfylgjandi myndskeiði. Þá útskýrðu þau fyrir okkur á skeleggan hátt hver Ísabella er og hvað á að gera við peninginn sem þau söfnuðu fyrir hana.

Metupphæð safnaðist í ár eða samtals 76.822 krónur sem er gjörsamlega stórkostlegt hjá börnunum í Álfaheiði. 46.800 krónur er árlegt framlag til Ísabellu og afgangurinn, 30.022 krónur, verður lagður óskertur inn á framtíðarreikning hennar. Þann sjóð fær Ísabella afhentan þegar hún flytur úr barnaþorpinu í framtíðinni og fer að standa á eigin fótum.

Leikskólinn Álfaheiði er fyrsti Sólblómaleikskóli SOS Barnaþorpanna og hefur verið styrktarforeldri tveggja SOS barna frá árinu 2002. Þá gerðist leikskólinn styrktarforeldri Lúkasar sem þá var þriggja ára og bjó í SOS barnaþorpi í Argentínu. Hann er nú orðinn 20 ára, fluttur úr þorpinu og farinn að standa á eigin fótum.

SOS Barnaþorpin þakka öllum á Álfaheiði og öðrum Sólblómaleikskólum kærlega fyrir þeirra góða starf og gjafmildi.

Nýlegar fréttir

Á þriðja tug milljóna króna til SOS í Palestínu
23. apr. 2024 Almennar fréttir

Á þriðja tug milljóna króna til SOS í Palestínu

SOS Barnaþorpin á Íslandi senda á næstu dögum tíu milljónir króna til SOS í Palestínu vegna neyðaraðgerða á Gaza. Rúmar átta milljónir króna hafa safnast í söfnun SOS á Íslandi sem hófst í febrúar og ...

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna 2024
22. apr. 2024 Almennar fréttir

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna 2024

Boðað er til aðalfundar SOS Barnaþorpanna mánudaginn 13. maí kl.17:30 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Hábraut 1a (gegnt Gerðasafni). Til þess að félagi geti nýtt félagsleg réttindi sín á aðalfundi s...