Gjafabréf - Menntunarpakki
Aftur í vefverslun

Gjafabréf - Menntunarpakki

Verð 12.000 kr

Andvirði þessa gjafabréfs er framlag í þínu nafni til SOS Barnaþorpanna. Það getur veitt særðu barni í Úkraínu tækifæri til betra lífs. Barnið hlýtur sérkennslu og aðstoð við að koma sér aftur inn í skólakerfið.

Í Úkraínu hafa börn særst í stríðinu og standa því höllum fæti meðal annars varðandi menntun. Með því að kaupa gjafabréf getur þú haft bein áhrif á líf barns og gefið því færi á að hljóta menntun. Menntun styrkir ekki bara barnið heldur líka samfélagið.

Þegar þú kaupir gjafabréf fer framlag þitt í t.d.

• Hjálp við að koma sér aftur inn í skólakerfið
• Skólastyrk
• Sérkennslu

Að kaupa gjafabréf er meira en bara framlag. Það táknar von, tækifæri og líkur á betri framtíð. Með því að styðja við menntun barns í Úkraínu ertu að fjárfesta í framtíð þess.

Fjöldi
Magn ekki til á lager