Gjafabréf - Menntun í tvo mánuði
Viltu styðja við framtíð barns í Úkraínu?
Þetta gjafabréf færir barni menntun í tvo mánuði.
Ertu að leita að gjöf sem leiðir til góðs? Þá er tilvalið að kaupa gjafabréf hjá SOS Barnaþorpunum sem styður við menntun barns í Úkraínu.
Í Úkraínu standa mörg börn frammi fyrir hindrunum, sér í lagi varðandi menntun, vegna stríðsátaka í landinu. Með því að kaupa gjafabréf getur þú haft bein áhrif á líf barns og gefið því færi á að hljóta menntun.Menntun styrkir ekki bara barnið heldur líka samfélagið.
Þegar þú kaupir gjafabréf fer framlag þitt í t.d.
• Skólavörur
• Bækur
• Aðgang að námskeiðum
• Skólastyrk
• Sérkennslu
Að kaupa gjafabréf er meira en bara framlag. Það táknar von, tækifæri og líkur á betri framtíð. Með því að styðja við menntun barns í Úkraínu ertu að fjárfesta í framtíð þess.