Velgjörðafyrirtæki SOS Barnaþorpanna
Velgjörðafyrirtæki SOS Barnaþorpanna

Velgjörðafyrirtæki SOS á Íslandi

Á þessari síðu er yfirlit yfir Velgjörðafyrirtæki SOS Barnaþorpanna. Ykkur færum við einlægar og auðmjúkar þakkir. Án ykkar, stuðnings- og styrkaraðla, væru SOS Barnaþorpin ekki til. Það gerir enginn neitt einn síns liðs en saman breytum við lífi barna um allan heim.

Velgjörðafyrirtæki SOS Barnaþorpanna á Íslandi eru:

Heimstaden

Heimstaden er leiðandi evrópskt leigufélag með þá framtíðarsýn að einfalda og auðga líf viðskiptavina sinna með því að bjóða vinaleg heimili (e. friendly homes). Heimstaden leggur metnað í að vaxa á ábyrgan og sjálfbæran hátt og hefur svokallaða sígræna framtíðarsýn sem þýðir að félagið fjárfestir og rekur eignir sínar til langs tíma og tryggir þannig fyrirsjáanleika og öryggi fyrir viðskiptavini. Heimstaden býður íbúðir til leigu á Höfuðborgarsvæðinu og um land allt.

Gleðipinnar

Gleðipinnar eru kraftmikið félag á afþreyingar og veitingamarkaði sem leggur áherslu á að hámarka upplifun viðskiptavina sinna í gegnum gæði matar og þjónustu. Vörumerki Gleðipinna eru 10 talsins: American Style, Pítan, Aktu taktu, Saffran, Hamborgarafabrikkan, Shake&Pizza, Blackbox, Keiluhöllin, Djúsí og Rush trampólíngarðurinn. Gleðipinnafjölskyldan telur um 400 starfsmenn af nærri 20 þjóðernum og er mikil áhersla lögð á að skapa gott umhverfi fyrir starfsfólk þar sem samheldni, vinskapur og kraftmikið félagslíf eru í fyrirrúmi. Gleðipinnar trúa því nefnilega að til þess að fyrirtæki geti blómstrað þá þurfi starfsfólkið að blómstra.

Síminn

Síðan 1906 hefur þjónusta Símans leikið lykilhlutverk fyrir Ísland, hún tengir fólk hvort við annað og gerir fjarlægðir að engu. Hlutverk Símans er að skapa tækifæri, í þeirri stafrænu umbreytingu sem heimurinn er að ganga í gegnum liggja fjölmörg tækifæri fyrir Símann að vera enn meira hreyfiafl til góðra verka. Það er á okkar ábyrgð að þjónusta okkar skili sér í sem mestum ávinningi fyrir umhverfið og samfélagið allt.

66°Norður

66°Norður var stofnað árið 1926 til að mæta lífsnauðsynlegri þörf fyrir vinnufatnað fyrir sjómenn og síðar björgunarsveitafólk. Gæði, ending og notagildi eru gamalgróin gildi fyrirtækisins, bæði vegna íslenskrar veðráttu, sem er krefjandi og síbreytileg, og vegna þess að í svona litlu samfélagi hafa viðskiptavinir fyrirtækisins ávallt verið vinir, fjölskylda og nágrannar. Í dag framleiðir 66°Norður fatnað sem gerir líf og starf mögulegt hér á hjara veraldar þar sem væri annars ekki neitt. Viðskiptahættir 66°Norður varðveita náttúruna og vernda norðurslóðir á tímum þegar umhverfið á undir högg að sækja vegna loftslagsbreytinga.

Vettvangur

Vettvangur er hugbúnaðarfyrirtæki sem þróar stafrænar lausnir fyrir kröfuhörðustu fyrirtæki og stofnanir landsins. Félagið leggur áherslu á náið samstarf og heiðarleg samskipti fremur en hugmyndafræðilegar bollaleggingar eða snúna aðferðarfræði.