Yfirlit
Gleðipinnar gerast SOS-foreldrar 18 barna í SOS barnaþorpum. Rúrik Gíslason, einn af velgjörðasendiherrum SOS á Íslandi, afhenti Guðrúnu Hilmarsdóttur, Gunnu á Stælnum, upplýsingar um styrktarbarn American Style í Skipholti. Hans Steinar Bjarnason, upplýsingafulltrúi SOS, afhenti Jóhannesi Ásbjörnssyni, talsmanni Gleðipinna, möppurnar með upplýsingum um öll styrktarbörnin átján.

Gleðipinnar
Gleðipinnar eru kraftmikið félag á afþreyingar og veitingamarkaði sem leggur áherslu á að hámarka upplifun viðskiptavina sinna í gegnum gæði matar og þjónustu. Vörumerki Gleðipinna eru 10 talsins:
American Style, Pítan, Aktu taktu, Saffran, Hamborgarafabrikkan, Shake&Pizza, Blackbox, Keiluhöllin, Djúsí og Rush trampólíngarðurinn.
Gleðipinnafjölskyldan telur um 400 starfsmenn af nærri 20 þjóðernum og er mikil áhersla lögð á að skapa gott umhverfi fyrir starfsfólk þar sem samheldni, vinskapur og kraftmikið félagslíf eru í fyrirrúmi. Gleðipinnar trúa því nefnilega að til þess að fyrirtæki geti blómstrað þá þurfi starfsfólkið að blómstra.
Sjá líka: 18 staðir Gleðipinna og 18 styrktarbörn
