Hér hjálpum við
Hér starfa SOS Barnaþorpin

Viltu styrkja ákveðið mannúðarverkefni á okkar vegum? SOS Barnaþorpin á Íslandi fjármagna ýmis þróunar-, mannúðar- og neyðarverkefni víða um heim með stuðningi utanríkisráðuneytisins og styrktaraðila SOS. Verkefnin sem við styrkjum eru öll í þágu barna og ungmenna.
Verkefnin okkar
Sjá landakortPakistan
Neyðaraðgerðir SOS Barnaþorpanna fyrir börn og fjölskyldur þeirra í Pakistan vegna mestu flóða sem þar hafa orðið í áratug. (Styrkja hér)
Horn Afríku
Neyðaraðgerðir SOS Barnaþorpanna fyrir börn og fjölskyldur þeirra á Horni Afríku þar sem hungursneyð vofir yfir. (Styrkja hér)
Úkraína
Neyðarsöfnun SOS fyrir börn og fjölskyldur þeirra sem eiga um sárt að binda vegna stríðsátakanna í Úkraínu. Sjá líka: Svona nýtist framlag þitt (Styrkja hér)
Malaví
Fjölskylduefling í Ngabu nær beint til 1500 barna og ungmenna í 400 fjölskyldum sem fá ekki grunnþörfum sínum mætt vegna bágra aðstæðna foreldra þeirra eða forráðamanna. (Styrkja hér)
Rúanda
Fjölskylduefling í Gicumbi héraði þar sem skjólstæðingar eru um 1.400 börn og ungmenni og foreldrar þeirra í 300 fjölskyldum sem búa við sárafátækt. (Söfnun ekki í gangi)
Eþíópía
Fjölskylduefling í Tulllu Moye. Þar hjálpum við 560 foreldrum og 1562 börnum þeirra að komast upp fyrir fátæktarmörk og að standa á eigin fótum með SOS-fjölskyldueflingu. (Söfnun lokið)
Haítí
Söfnun er lokið fyrir neyðaraðstoð við Haítí eftir jarðskjálfta í ágúst 2021 en hægt er að styrkja barnaþorp á Haítí með því að gerast SOS-barnaþorpsvinur. (Styrkja hér)
Tógó
Verkefni gegn kynferðislegri misnotkun á börnum. 56% stúlkna í Tógó eru fórnarlömb kynferðslegrar misneytingar og 17,3% stúlkna verða barnshafandi fyrir 18 ára aldur. (Söfnun lokið)
Sómalía og Sómalíland
Atvinnuhjálp ungs fólks. Verkefnið nefnist „The Next Economy“ snýst um að þjálfa ungt atvinnulaust fólk til atvinnuþátttöku, bæði þannig að það geti sótt um vinnu hjá öðrum og/eða stofnað sinn eigin atvinnurekstur. (Söfnun lokið)
Þeir styrktaraðilar SOS Barnaþorpanna á Íslandi sem greiða stök framlög og valkröfur í heimabanka taka m.a. þátt í fjármögnun þessara og sambærilegra verkefna. Fleiri verkefni eru í undirbúningi og verða þau birt hér. Smelltu á textann til að lesa nánar um verkefnin.