Siðareglur

Siðareglur SOS Barnaþorpanna

Mæðgur.jpg

SOS Barnaþorpin eru sjálfstæð félagasamtök sem starfa í þágu barna og eru óháð stjórnmálaöflum. Við virðum mismunandi trúarbrögð og menningarheima og störfum í löndum/samfélögum þar sem við getum stuðlað að þróun. Við störfum samkvæmt okkar sýn, stefnu og gildum (eins og útskýrt er í heftinu Who We Are), gæðastöðlum samtakanna, m.a. stefnu um vernd barna og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna en við störfum í anda hans.

Sýn okkar
Öll börn eiga að vera hluti af fjölskyldu og alast upp við ást, virðingu og öryggi.

Stefna okkar
Við myndum fjölskyldur fyrir börn í neyð, hjálpum þeim að móta sína eigin framtíð og stuðlum að framförum í samfélagi þeirra.

Gildi okkar
HUGREKKI Við grípum til aðgerða
SKULDBINDING Við stöndum við loforð okkar
TRAUST Við höfum trú hvert á öðru
ÁBYRGÐ Við erum ábyrgur samstarfsaðili

Þetta eru okkar grunngildi og stefna sem samtökin eru byggð á; undirstaða árangurs okkar. Aðgerðir okkar, ákvarðanir og sambönd byggja á þessum gildum þegar við vinnum að stefnu okkar og velferð þeirra barna sem okkur hefur verið treyst fyrir. Þá byggja SOS Barnaþorpin á þessum grunngildum m.a. til að halda orðspori okkar sem barnahjálparsamtaka sem leggja áherslu á gæði og heilindi ásamt því að bera virðingu fyrir réttindum allra einstaklinga í anda mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Samtökin eru einnig meðvituð um utanaðkomandi reglur og viðmið sem halda réttindum barna og almennum mannréttindum á lofti. Litið hefur verið til þeirra við gerð þessara siðareglna.

SOS Barnaþorpin hafa útbúið þessar siðareglur til að halda siðferðislegum og faglegum viðmiðunum sem hæstum fyrir alla starfsmenn og einstaklinga sem tengjast samtökunum – að teknu tilliti til laga í þeim löndum sem við störfum í. Markmið siðareglnanna er ekki að refsa heldur að auka þekkingu og mynda ramma fyrir starfsmenn og aðra sem tengdir eru samtökunum. Einnig eru siðareglurnar ætlaðar til að vernda starfsmenn frá röngum ásökunum um óviðeigandi hegðun í garð barna.

Þessar siðareglur ná til allra sem starfa fyrir SOS Barnaþorpin á einn eða annan hátt og á við í öllum löndum. Um er að ræða viðbót við núverandi skyldur starfsmanna sem listaðar eru í starfsmannahandbók samtakanna.

1 FRAMFERÐI BYGGT Á VIRÐINGU OG ÁBYRGÐ
1.1 Ég geri mér grein fyrir því að sem starfsmaður/félagi SOS Barnaþorpanna er ég fulltrúi þeirra bæði í starfi og öðrum verkefnum. Ég veit að viðhorf mín og hegðun geta haft mikil áhrif á börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna, sem og á orðspor samtakanna. Þess vegna mun ég huga að framferði mínu bæði innan og utan verkefna samtakanna. Ég mun fara eftir lögum og reglum samfélagsins sem ég bý og starfa í og mun einnig fara eftir gildum þeim sem nefnd voru hér að framan.

1.2 Í öllum mínum samskiptum við öll börn, ungmenni, starfsfólk og aðra sem tengdir eru SOS Barnaþorpunum, skuldbind ég mig til að haga mér til fyrirmyndar í orði og verki. Ég mun virða rétt allra óháð kyni, aldri, getu, heilsu, tungumáli, uppruna, kynþætti, húðlit, trú, stétt, kynhneigð eða öðrum þáttum. Ég mun hegða mér af sanngirni og heiðarleika og mun koma fram við öll börn, ungmenni og starfsfólk af heiðarleika, virðingu og heillindum. Ég mun virða landslög, hefðir, menningu og siði sem samræmast reglum Sameinuðu þjóðanna. Því mun ég ekki taka þátt í mismunun af neinu tagi, áreiti eða ofbeldi (líkamlegu, kynferðislegu eða andlegu), né beita hótunum eða brjóta gegn réttindum annarra á nokkurn hátt.

1.3 Ef ég er í stjórnunarstöðu, geri ég mér grein fyrir því að ég er fyrirmynd og þarf að ganga á undan með góðu fordæmi svo þessum reglum verði fylgt eftir. Ég mun sjá til þess að starfsfólk og aðrir á vegum SOS Barnaþorpanna séu upplýstir um reglur þessar og fái stuðning við að framfylgja þeim. Þá mun ég taka á brotum á reglum þessum af mikilli festu.

2 FAGMENNSKA Í STARFI MEÐ BÖRNUM
Velferð og þroski barna

2.1 Mér er umhugað um stöðu barna almennt og mun leitast við að vinna að velferð þeirra og leggja mitt af mörkum til að hvert barn þroskist og dafni á sem bestan hátt.

2.2 Ég mun gera það sem í mínu valdi stendur til að stuðla að kærleiksríku umhverfi fyrir börn. Ég mun koma fram við börn af virðingu, réttlæti og skilningi ásamt því að miðla til þeirra mikilvægi góðs siðferðis og sjálfsaga.

2.3 Ég er meðvitaður/meðvituð um að ég er fyrirmynd barna og ungmenna og ábyrgist því að hegðun mín einkennist af virðingu og ábyrgð. Ég er fylgjandi jöfnum tækifærum og mun koma fram við öll börn til jafns.

Barnavernd – að tryggja öryggi barna

2.4 Ég gengst við trausti því sem SOS Barnaþorpin sýna mér til að vernda börn og þjóna hagsmunum þeirra.

2.5 Ég mun gera mitt til að koma í veg fyrir að börnum sé mismunað, þau beitt ofbeldi, vanrækt eða látin afskipt. Ég mun styðja við gildi samtakanna og þá sýn að öll börn eigi að alast upp innan fjölskyldu af ást, virðingu og öryggi. 

2.6 Ég mun ekki stuðla að eða eiga í kynferðislegu sambandi við börn. Ég er meðvitaður/meðvituð um að slíkt athæfi er brot á lögum og hefur slæm áhrif á orðspor samtakanna. Að vita ekki nákvæman aldur á barni er ekki afsökun.

2.7 Ég mun ekki skipta á peningum, vinnu, vörum, greiðum eða þjónustu fyrir kynlíf eða kynlífstengd athæfi og/eða hegðun. Á þetta einnig við um hverja þá þjónustu sem SOS Barnaþorpin veita skjólstæðingum sínum. Ég mun ekki stuðla að eða taka þátt í niðurlægjandi athöfnum eða notfæra mér stöðu mína.

2.8 Þetta þýðir að ég mun ekki eiga í kynferðislegu sambandi við nokkurn þann sem þiggur aðstoð eða þjónustu frá SOS Barnaþorpunum þar sem slík sambönd eru líkleg til að draga úr trúverðugleika samtakanna.

2.9 Ég mun ekki ráða börn sem húshjálp2 eða í annað starf sem gæti raskað menntun þeirra eða haft skaðleg áhrif á andlegan, líkamlegan, félagslegan eða siðferðislegan þroska barnsins.

2.10 Ég mun gæta þess að starf mitt með börnum sé sjáanlegt öðrum og mun ekki eyða miklum tíma ein/einn með börnum svo aðrir sjái ekki til. Aðeins ef það er nauðsynlegt og augljóslega hlutverk mitt (t.d. sem SOS foreldri) mun ég eyða lengri tíma ein/n með barni. Ég mun ekki bjóða börnum sem tengjast SOS á einhvern hátt að dvelja á heimili mínu í lengri tíma eða yfir nótt, sérstaklega ekki þegar enginn annar fullorðinn er á staðnum. 

2.11 Ég mun ávallt tilkynna áhyggjur mínar vegna ofbeldis á börnum, vanrækslu eða öðrum brotum á börnum til viðeigandi aðila. Ég treysti því að samtökin verndi mig og styðji í því ferli sem þá fer af stað.3

2.12 Ég geri mér grein fyrir því að upplýsingar um börn og ungmenni í verkefnum SOS Barnaþorpanna eru trúnaðarmál4 og mun ég meðhöndla þær sem slíkar (t.d. upplýsingar um bakgrunn fjölskyldu, heilsu o.fl.5). Það sama gegnir um fyrrverandi skjólstæðinga SOS og systkini þeirra. Þetta ákvæði gildir einnig eftir að störfum hjá SOS Barnaþorpunum lýkur.

2.13 Ég mun upplýsa um allar ásakanir á hendur mér sem varða ofbeldi gegn börnum áður en ég hef störf hjá SOS Barnaþorpunum en ef upp koma atvik á starfstíma uppvísi ég strax um þau.

3 FAGLEGAR REGLUR VARÐANDI AÐRA ÞÆTTI STARFSINS
Ábyrgð í valdastöðu

3.1 Ég mun nýta stöðu mína til góðs fyrir samtökin þegar kemur að samskiptum við yfirvöld, styrktaraðila, birgja og aðra einstaklinga sem tengjast SOS Barnaþorpunum. Ég mun forðast alla hagsmunaárekstra sem stafa af persónulegum hagsmunum og/eða skyldum mínum gagnvart þriðja aðila sem SOS Barnaþorpin eiga í viðskiptum eða faglegum samskiptum við.

3.2 Ég geri mér grein fyrir að börn, ungmenni og fullorðnir líta upp til mín vegna valdastöðu minnar. Ég mun ekki nýta mér þá valdastöðu til eigin hagsbóta, fjölskyldu minna, vina eða kunningja á nokkurn hátt.

3.3 Það þýðir að ég mun í stöðu minni ekki ganga inn í nein viðskiptasambönd við fjölskyldumeðlimi, vini eða aðra persónulega félaga mína vegna kaupa á vöru eða þjónustu fyrir hönd SOS Barnaþorpanna.6

3.4 Ég geri mér grein fyrir því að ekki er við hæfi að ráða til vinnu ættingja, maka, eða félaga starfsmanna eða stjórnarmeðlima.7

3.5 Ég geri mér grein fyrir því að ég má ekki biðja um eða bjóða upp á persónulega greiðslu, þjónustu eða greiða frá öðrum, þá sér í lagi aðilum að starfi SOS, í skiptum fyrir aðstoð, stuðning eða þjónustu af nokkru tagi. Ég mun ekki þiggja mútur eða stórar gjafir (litlir þakklætisvottar eru í lagi)8 frá yfirvöldum, þátttakendum í starfi SOS, styrktaraðilum, birgjum eða öðrum sem ég hef kynnst í gegnum starf mitt.

3.6 Ef ég tek persónulega þátt í viðburðum tengdum stjórnmálum, trúmálum eða samfélagsmálum, skuldbind ég mig til að gera engar tilslakanir á stefnu og markmiðum SOS Barnaþorpanna og að sú þátttaka mín stefni ekki orðspori SOS í hættu. 

3.7 Ég mun ekki sinna störfum fyrir SOS Barnaþorpin undir áhrifum áfengis eða annarra vímugjafa sem gætu haft áhrif á dómgreind mína og starf.

3.8 Ég mun tryggja góð og uppbyggileg samskipti við allt samstarfsfólk mitt hjá SOS Barnaþorpunum. Ég mun ekki láta persónuleg sambönd mín við samstarfsfélaga hafa neikvæð áhrif á störf mín, störf annarra eða vinnuumhverfið. Ef ég á í nánu persónulegu sambandi við yfirmann minn, eða undirmann, mun ég upplýsa um það.
Ábyrg notkun á aðföngum

3.9 Ég mun nota eignir og fjármuni sem SOS Barnaþorpin treysta mér fyrir á gegnsæjan og skynsaman máta og eftir fyrirmælum og reglum.

3.10 Starfsfólk er mikilvægasti auður SOS Barnaþorpanna. Ég mun ekki haga mér á hátt sem er áhættusamur fyrir heilsu mína og öryggi né annarra sem starfa með mér.

3.11 Ég mun nota allar tölvur og önnur tæki á ábyrgan hátt og halda mér frá óviðeigandi notkun. Því mun ég ekki útbúa, hala niður, horfa á eða dreifa óviðeigandi efni. Dæmi um slíkt efni eru myndir af illri meðferð á börnum, klám og barnaklám.

3.12 Ég mun huga að umhverfismálum í starfi mínu í þeim tilgangi að vera góð fyrirmynd fyrir börn og ungmenni í þeim málaflokki.
Ábyrg notkun á upplýsingum

3.13 Að því gefnu að stöðu minni hjá SOS Barnaþorpunum fylgi ábyrgð og traust mun ég leggja mig fram við að vernda persónulegar upplýsingar. Ég mun ekki láta af hendi persónulegar eða viðkvæmar upplýsingar til aðila utan samtakanna, þar á meðal fjölmiða, án samþykkis viðeigandi aðila. Ég mun fara eftir skilmálum SOS Barnaþorpanna um þetta málefni.

3.14 Þegar ég þarf að miðla upplýsingum um börn eða starfsfólk SOS (t.d. myndum eða skriflegum upplýsingum) mun ég gera það af virðingu og huga að persónuvernd og sæmd þeirra aðila sem eiga í hlut.

3.15 Ég mun deila þeim upplýsingum sem mér ber að deila tímanlega svo að starf samtakanna gangi snurðulaust fyrir sig, og ávallt með hagsmuni barnanna í fyrirrúmi.

4 BROT Á SIÐAREGLUM

4.1 Allt sem ég geri skiptir máli! Ég geri mér grein fyrir því að brot á siðferðisreglum þessum geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir börnin og samtökin. Þess vegna munu SOS Barnaþorpin bregðast við brotum á siðreglum með viðeigandi hætti, óháð því hver á í hlut og að teknu tilliti til löggjafar á hverjum stað og eðlis þess starfs sem í hlut á. Afleiðingarnar geta verið allt frá áminningu til brottreksturs og ekki verður hikað við að tilkynna mál til lögreglu og/eða annarra yfirvalda.

4.2 Verði ég var/vör við brot á siðreglum þessum, er mér skylt að tilkynna brotið til yfirmanns míns eða annars aðila sem er í aðstöðu til að taka við slíkri ábendingu.

4.3 Þegar ég tilkynni brot eða hugsanlegt brot á siðareglunum geri ég það í góðri trú og treysti því að SOS Barnaþorpin meðhöndli tilkynninguna á þann hátt að ég beri ekki skaða af, jafnvel þó að ásökunin reynist svo ekki rétt. Hinsvegar geri ég mér grein fyrir því að ef ég kem viljandi fram með rangar ásakanir getur það haft afleiðingar í för með sér. Ef í ljós kemur að ég hafi vitað af brotum en ekki tilkynnt þau geri ég mér jafnframt grein fyrir því að slíkt getur einnig haft afleiðingar, m.a. fyrir mig og stöðu mína innan samtakanna.

4.4 Ég skil að í siðareglunum er ekki tilgreind öll hugsanleg háttsemi starfsmanna SOS Barnaþorpanna og annarra sem koma að starfsemi samtakanna. Hafi ég minnsta grun um brot á reglum þessum sem skaðað gæti samtökin heiti ég því að tilkynna það við fyrsta tækifæri til yfirmanns míns.

4.5 Ef grunur minn beinist að yfirmanni mínum ber mér að tilkynna hugsanlegt brot hans/hennar til hans/hennar yfirmanns eða starfsmannastjóra.

SKILGREININGAR

Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er „barn“ hver sá einstaklingur sem ekki er orðinn 18 ára nema lög þau sem eiga við skilgreini sjálfræði við lægri aldur. 

Skilgreiningin á húshjálp nær ekki yfir tilfallandi barnapössun, létt garðyrkjustörf, aðstoð í fríi frá skóla eða utan skólatíma. 

Það er á ábyrgð SOS Barnaþorpanna að tryggja að þeir sem tilkynna áhyggjur sínar í góðri trú upplifi ekki neikvæð eftirköst eða fjandsamlegar afleiðingar eftir að hafa tilkynnt hugsanlegt brot, jafnvel þó síðar komi í ljós að ásakanirnar hafi ekki verið á rökum reistar. Þó ber að nefna að starfsfólk sem vísvitandi ber einhvern röngum sökum má búast við því að slíkt hafi afleiðingar.

Þannig að tryggt sé að upplýsingar séu aðeins aðgengilegar og/eða veittar þeim sem heimild hafa fyrir aðgengi að þeim og/eða móttöku þeirra.

Myndefni og/eða aðrar upplýsingar um skjólstæðinga SOS Barnaþorpanna má ekki birta á samfélagsmiðlum (svo sem Facebook) án leyfis viðkomandi eða lögráðamanni hans/hennar.

Viðskiptasambönd eru þó ásættanleg að undangegnu opnu, sanngjörnu, gegnsæju og ábyrgu innkaupaferli þar sem varan eða þjónustan endurspeglar þau bestu gæði og virði sem SOS Barnaþorpunum getur boðist.

Þú þarft að upplýsa yfirmann þinn í hvert sinn sem þér er gefnar eða boðnar gjafir, óháð stærð gjafanna eða eðli þeirra. 

Heildarútgáfa siðareglna SOS Barnaþorpanna (pdf)