Verknámsskólar

SOS verknámsskólarnir eru mikilvægar einingar í því starfi sem unnið er með unglingum. Verknámsskólarnir veita unglingum frá SOS Barnaþorpunum auk annarra ungmenna úr nágrenninu raunhæfa möguleika á starfi þegar námi lýkur og stuðla þannig að sjálfstæði þeirra.verknámsskóli.jpg

Oft eru skólarnir staðsettir þar sem atvinnuleysi er hátt og erfitt fyrir ungmenni að fá góða vinnu. Prófskírteini frá SOS verknámsskóla er því gulls ígildi fyrir ungt fólk í atvinnuleit.

Námið miðast við það samfélag sem ungmennin alast upp í. Tekið er tillit til þess atvinnuvegar sem er ríkjandi á hverjum stað svo ungmennin eigi raunhæfari möguleika á starfi að útskrift lokinni.

Til að mynda er boðið upp á nám í bifvélavirkjun, járnsmíði, trésmíði, prentsmíði, pípulögnum, rafeindafræði, leirkeragerð og fatahönnun.