Ungmennaheimili

Á unglingsárunum undirbúum við okkur fyrir fullorðinsárin. Þá flytja SOS börnin gjarnan yfir á sérstök ungmennaheimili þar ungmennaheimili.JPGsem unglingarnir læra með aðstoð unglingaráðgjafa að reka sitt eigið heimili.

Auk þess að sinna heimilisstörfum er unga fólkið í námi. Þegar skyldunámi lýkur tekur við framhaldsnám eða starfsnám.

Á ungmennaheimilinu lærir unglingurinn að þróa með sér raunhæfar væntingar og hugmyndir um eigin framtíð, axla ábyrgð og taka sífellt stærri sjálfstæðar ákvarðanir.

Ungmennin eru hvött til að efla samskipti sín við vini og ættingja auk þess sem þau eru í góðu sambandi við SOS foreldra sína sem sjaldnast eru langt undan.