Samfélagsmiðstöðvar

Samfélagsmiðstöðvar SOS eru hjálparmiðstöðvar fyrir fjölskyldur í vanda. Einkum konum og börnum, sem búa í námunda við SOS Barnaþorpin. Markmiðið er að hjálpa fjölskyldum að finna leiðir til að losna úr ánauð fátæktar og skorts og hjálpa ungu fólki að öðlast fjárhagslegt sjálfstæði.tpa-picture-66066.jpg

Neyð margra fjölskyldna er mikil en stundum þarf ekki mikið til að hjálpa þeim á rétta sporið. Í samfélagsmiðstöðvunum geta foreldrar sótt námskeið í lestri, fatasaumi, bakstri, rekstri lítilla fjölskyldufyrirtækja og jafnvel fengið örlán til að hefja atvinnustarfsemi.

Þá bjóða samfélagsmiðstöðvarnar einstæðum foreldrum upp á barnagæslu á meðan þeir stunda nám eða afla heimilinu tekna.

Fjölskylduefling SOS er unnin út frá samfélagsmiðstöðvunum.