Neyðaraðstoð

SOS Barnaþorpin eru ekki neyðarhjálparsamtök, en...

...undanfarin ár hafa ítrekað orðið náttúruhamfarir nálægt starfsstöðvum SOS, enda útbreiðsla samtakanna mjög mikil. Búast má við að umfang náttúruhamfara, hungursneyða og annarra hörmunga í heiminum muni aukast enn frekar á næstu árum.Stulkan-ad-gefa-Alex-vatn-vid-neydarskylid.jpg

Með áratuga reynslu á bakinu, framúrskarandi starfsfólk og öfluga stuðningsaðila kemur því ekki annað til greina en að veita neyðaraðstoð í slíkum tilvikum. Leggja þá samtökin mesta áherslu á að hjálpa þeim börnum sem misst hafa foreldra sína eða týnt í hamförunum og þau börn sem eiga slíkan aðskilnað á hættu.

SOS Barnaþorpin nýta þá þekkingu og reynslu sem þau hafa í hverju landi þegar veita þarf neyðaraðstoð. Samvinna við yfirvöld og önnur hjálparsamtök eins og Rauða krossinn, Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) og  Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hefur einnig reynst vel og leitt til skilvirkari aðgerða.

Á árinu 2018 eru SOS Barnaþorpin að fjármagna 30 neyðarverkefni um heim allan.