Leikskólar

Venjulega sækja börn frá SOS Barnaþorpunum nærliggjandi leikskóla. Í löndum og á svæðum þar sem leikskólar eru ekki fyrir hendi eða eru metnir ófullnægjandi hafa SOS Barnaþorpin hins vegar byggt sína eigin leikskóla. Þessir leikskólar eru opnir börnum frá SOS þorpunum sem og öðrum börnum úr nágrenni þorpanna.leikskóli.jpg

Kennsluaðferðir SOS leikskólanna eru í anda uppeldisstefnu Friedrichs Fröbel og Mariu Montessori. Þó er alltaf tekið tillit til gildandi viðmiða og menningar hvers lands.

Áhersla er lögð á að barnið fái að nota meðfædda hæfileika sína til sköpunar og hvert barn fær að þroskast á þeim hraða sem því hentar.

Rík áhersla er lögð á hæft starfsfólk til að tryggja börnunum þá bestu umönnun sem völ er á. Umsækjendur eru boðaðir í viðtal og þurfa að gangast undir hæfnispróf og byggist val á starfsmönnum á niðurstöðu prófs og viðtals.