Heilsugæslustöðvar

Fram til þessa hafa SOS Barnaþorpin sett upp 74 heilsugæslustöðvar utan Evrópu í þeim tilgangi að hjálpa því fólki sem hefur lítinn eða engan aðgang að heilsugæslu.

heilsugæsla.JPG

Markmið SOS heilsugæslustöðvanna er að auka gæði heilsugæslunnar á hverju svæði, vinna að forvörnum með bólusetningum og fræðslu, draga úr ungbarnadauða, fæða vannærð börn og veita skyndihjálp.

Stöðvarnar eru opnar alla daga vikunnar og sumar þeirra eru með rannsóknarstofur, sjúkragang og lyfjaverslun. Starfsfólk er allt hæft á sínu sviði; hjúkrunarfræðingar, ljósmæður, sérfræðingar á rannsóknarstofu og læknar. Í langflestum tilvikum er um heimafólk að ræða.

Heilsugæslustöðvarnar sinna einnig forvörnum og fræðslu, t.d. um alnæmi.