Fjölskylduefling

SOS Barnaþorpin líta svo á að fjölskyldan sé mikils virði og best sé fyrir börn að alast upp með kynforeldrum sínum og systkinum.

Því miður eru aðstæður fjölmargra fjölskyldna þó slíkar að þau neyðast til að láta frá sér börnin, yfirvöld taka þau og koma fyrir á stofnunum eða börnin sjálf flýja heimilisaðstæður og sjá sjálf fyrir sér á götunni, jafnvel með betli og vændi.

Fjölskylduefling SOS er svar SOS Barnaþorpanna við slíkri neyð fjölskyldna. Fjölskyldueflingunni er haldið uppi af
Fjölskylduvinum SOS Barnaþorpanna.tpa-picture-73668.jpg

Markmið Fjölskyldueflingar SOS er að forða börnum frá aðskilnaði við illa stadda foreldra sína - og hjálpa foreldrunum að mæta þörfum barnanna.

Fjölskyldueflingin er sá þáttur í starfi SOS Barnaþorpanna sem hraðast vex.

Hundruð þúsunda barna og fjölskyldur þeirra fá aðstoð í formi menntunar, heilsugæslu, ráðgjafar, barnagæslu og annarra þátta sem hjálpa þeim að yfirstíga erfiðleika og lifa betra lífi – sem fjölskylda.

Allt til þess að börnin fái alist upp undir verndarvæng eigin foreldra.

Gerast Fjölskylduvinur.