Barnaþorp

Í SOS Barnaþorpum fá munaðarlaus og yfirgefin börn staðgengil fyrir þá fjölskyldu sem þau hafa misst. SOS foreldar gegna þar lykilhlutverki.

barnaþorpið.jpg

Börnin eignast heimili í SOS Barnaþorpi og fá að búa þar þangað til þau eru orðin fullorðin og tilbúin til að takast á við lífið. Nokkur slík heimili mynda húsaþyrpingu eða þorp – SOS Barnaþorp og þar eru börnin örugg. Heimilin eru laus við allan stofnanabrag – hvert heimili er athvarf einnar fjölskyldu, rétt eins og flestöll mannleg samfélög vilja hafa hlutina!

Í hverri SOS fjölskyldu eru oftast sex til tíu börn á mismunandi aldri og af báðum kynjum. Öll börnin okkar eiga því nokkur systkini. Höfuð fjölskyldunnar er SOS foreldrið sem hefur hlotið menntun í að sinna börnum sem mörg hver hafa upplifað miklar hörmungar og sér um að börnin búi við öryggi og ást. Enn sem komið er eru SOS mæður í meirihluta en SOS feðrum er sífellt að fjölga.

Ef ekki er SOS grunnskóli í barnaþorpinu sækja börnin hverfisskólann ásamt börnunum í nágrenninu. Búið er að byggja um 200 SOS grunnskóla víða um heiminn. Árið 2020 stunda þar 184,200 nemendur nám.