Myndbönd
Sjá öll myndbönd
Flestir SOS-styrktarforeldar á Íslandi styrkja eitt barn en sumir fleiri. Lilja Írena Guðnadóttir og fjölskylda hennar í Stykkishólmi styrkja samtals tíu börn í SOS barnaþorpum víðsvegar um heiminn.

Inga Lind Karlsdóttir var 18 ára þegar hún byrjaði að styrkja 5 ára stúlku í SOS barnaþorpi á Indlandi Nú, 26 árum síðar, hittust þær loksins og úr urðu fagnaðarfundir.

Þúsundir barna eru yfirgefnar af foreldrum sínum á hverju ári á Indlandi, flest þeirra stúlkubörn. Hér á Íslandi finnst okkur slík ákvörðun foreldra óhugsandi en þegar upp er staðið eiga þessar yfirgefnu stúlkur oft bjartari framtíð annarsstaðar. Í SOS barnaþorpinu í Greenfields á Indlandi búa systurnar Khusnuma, 6 ára, og Rehnuma, 7 ára, sem voru yfirgefnar af foreldrum sínum árið 2019.

Hanna og tvær aðrar mæður, vinkonur hennar, sjá fyrir sér og börnum sínum með rekstri sjoppu og salernisaðstöðu á umferðarmiðstöðunni í bænum Eteya í Eþíópíu. Þær eru meðal skjólstæðinga fjölskyldueflingar sem SOS Barnaþorpin á Íslandi fjármagna.

Anne Elisabet er norsk og var styrktarforeldri umkomulausrar stúlku í Búrúndí sem fékk SOS-móður og heimili í SOS Barnaþorpi. Í dag er stúlkan orðin fullorðin og þá loks fékk Anne Elisabet tækifæri til að heimsækja hana til Búrúndí. Fagnaðarfundir urðu með þeim.

Laurita litla var yfirgefin eftir fæðingu í borginni Cochabamba í Bólivíu fyrir 18 árum. Strax, aðeins nokkurra klukkustunda gömul, átti hún svo að segja engan að. Eini ættinginn var frænka sem gat ekki séð um Lauritu og skildi hún nýfætt barnið eftir inni í skúr á skítugri dýnu. Eina næringin sem hún fékk fyrstu mánuðina var mjólk, te eða vatn með sykri.