Neyðarsöfnun

Neyðarástand ríkir á Haítí eftir að jarðskjálfti að stærðinni 7,2 reið yfir á laugardaginn 14. ágúst með þeim afleiðingum að á þriðja þúsund manns hafa fundist látin. Mörg börn eru á ráfi um hamfarasvæðið, börn sem hafa orðið viðskila við foreldra sína eða vita ekki um afdrif þeirra. Þessi börn eru berskjölduð fyrir hættum af ýmsu tagi og SOS Barnaþorpin eru til staðar fyrir þau en þrjú SOS barnaþorp eru á Haítí. SOS hefur opnað barnvæn svæði þar sem börnin fá grunnþörfum sínum mætt, þau haft eitthvað fyrir stafni og fengið sálfræði- og læknisaðstoð.

SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið að senda fjármagn til SOS á Haítí og leggja þannig okkar lóð á vogarskálarnar svo hægt sé að sinna helstu grunnþörfum nauðstaddra eins og að útvega vatn, mat og húsaskjól. Neyðarsöfnun stendur nú yfir og hér getur þú tekið þátt í henni með stöku framlagi að eigin vali.

Viljir þú heldur styrkja neyðarsöfnun á Haítí með millifærslu í banka eða heimabanka eru reikningsupplýsingarnar eftirfarandi:

0322-26-001836 (reikningsnúmer)
500289-2529 (Kennitala SOS)

Neyð á Haítí

Neyð á Haítí

Leggðu þín lóð á vogarskálarnir og taktu þátt í neyðarsöfnun SOS Barnaþorpanna fyrir þau sem eiga um sárt að binda á Haítí eftir jarðskjálftann sem reið þar yfir laugardaginn 14. ágúst.

Ég vil greiða með

Við virðum friðhelgi gesta okkar á vefnum og mikilvægi þess að fólk verndi persónulegar upplýsingar. Í persónuverndaryfirlýsingunni okkar kemur fram hvers vegna við öflum, notum og geymum persónuupplýsingar. Persónuverndaryfirlýsing kann að taka breytingum og hvetjum við þig því til þess að kíkja á hana með reglulegu millibili.