
Neyðarástand ríkir enn í Úkraínu, rúmu ári eftir að rússneski herinn réðist inn í landið. Fjöldi barna og fjölskyldur þeirra eiga um sárt að binda og eru á vergangi. Þörfin fyrir mannúðarstarf eykst sífellt og starfsemi SOS í Úkraínu og nágrannalöndum hefur aukist stórlega á þessum tíma. Nýjustu upplýsingar gefa til kynna að 17,7 milljónir manna séu í bráðri þörf á mannúðaraðstoð.
Neyðaraðgerðir SOS Barnaþorpanna fela í sér mannúðaraðstoð á borð við dreifingu helstu nauðsynja til barnafjölskyldna. Einnig aðstoðum við börn sem orðið hafa viðskila við foreldra sína að sameinast þeim á ný, svo dæmi séu tekin. Hluti þessarar aðstoðar fer fram meðal flóttamanna frá Úkraínu í nágrannalöndum.
SOS Barnaþorpin á Íslandi taka þátt í fjármögnun þessarar mannúðaraðstoðar. Neyðarsöfnun stendur nú yfir og hér getur þú tekið þátt í henni með stöku eða mánaðarlegu framlagi að eigin vali.
Neyð í Úkraínu
Neyð í Úkraínu
Leggðu þín lóð á vogarskálarnar og taktu þátt í neyðarsöfnun SOS fyrir börn og fjölskyldur þeirra sem eiga um sárt að binda vegna stríðsátakanna í Úkraínu. Athugaðu að þú getur breytt fjárhæðinni.