Neyðarástand ríkir í Súdan
SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið að taka þátt í fjármögnun þessarar mannúðaraðstoðar. Neyðarsöfnun stendur nú yfir og hér getur þú tekið þátt í henni með stöku framlagi að eigin vali.
Sjá nánar hér: Neyðaraðstoð vegna hungursneyðar í Súdan
Viljir þú heldur styrkja neyðarsöfnun fyrir Súdan með millifærslu í banka eða heimabanka eru reikningsupplýsingarnar eftirfarandi:
0133-26-004266 (reikningsnúmer)
500289-2529 (kennitala SOS)
Einnig er hægt að styrkja með því að hringja í:
907 1001 (1.000 kr.)
907 1002 (2.000 kr.)
Neyðaraðgerðir SOS fyrir Súdan
SOS Barnaþorpin hafa starfað í Súdan síðan 1978 og verið til staðar fyrir umkomu- og fylgdarlaus börn og ungmenni og barnafjölskyldur í sárafáækt. Þrjár neyðaraðgerðastöðvar hafa verið settar upp, ein í Súdan og tvær í nágrannaríkinu Chad. Aðgerðir okkar fela m.a. í sér:
- Fjölskylduumönnun fylgdarlausra barna
- Vernd og fræðsla
- Aðgerðir til að tryggja lífsviðurværi
- Tryggja fæðuöryggi
- Fjárstyrkir og almenn neyðaraðstoð
- Fjölskylduefling
Aðgerðir okkar í Súdan lúta ströngu eftirliti alþjóðasamtaka SOS Children´s Villages sem hlotið hafa hina alþjóðlegu CHS vottun sem neyðarhjálparsamtök með tilheyrandi ströngum verkferlum og eftirliti. Fagmennska í neyðaraðgerðum skiptir öllu máli.
Neyð í Súdan
Neyð í Súdan
Hungursneyð ríkir í Súdan! Taktu þátt í neyðarsöfnun SOS fyrir börn og fjölskyldur þeirra sem eiga um sárt að binda vegna stríðsátakanna og hungursneyðar í Súdan.
Yfir 100 manns deyja daglega úr hungri. Milljónir líða næringarskort. Þú getur annað hvort gefið stakt framlag eða gerst mánaðarlegur neyðarvinur. Veldu þá styrktarleið sem hentar þér. Athugaðu að þú getur breytt fjárhæðinni (lágmarksupphæð er 1.000 krónur.)