Neyð á Horni Afríku

Á svæðinu sem gjarn­an er nefnt Horn Afr­íku eru mestu þurrk­ar sem geis­að hafa í 40 ár og vof­ir hung­urs­neyð yfir í Eþí­óp­íu, Ken­ía, Sómal­íu og Sómalílandi. SOS Barnaþorpin hafa starfað þarna í tugi ára að velferð barna og fjölskyldna þeirra. Við erum þar enn og verðum þar áfram.

Neyðaraðgerðir SOS

Í for­gangi neyð­ar­að­gerða SOS Barna­þorp­anna er að mæta grunn­þörf­um fólks­ins svo koma megi í veg fyr­ir að fjöl­skyld­ur sundrist. Áhersla er einnig lögð á að sam­eina fjöl­skyld­ur sem þeg­ar hafa sundr­ast og vernda börn fyr­ir van­rækslu og mis­notk­un og öðru of­beldi. Bæði er grip­ið til að­gerða sem þörf er taf­ar­laust en einnig til lengri tíma lit­ið. Verið er að stækka öll verkefni okkar á svæðinu og felur það m.a. í sér:

  • Matvæli til fjölskyldna á vergangi
  • Vatn, hreinlætisaðgerðir og heilbrigðisþjónustu
  • Stuðningur við foreldra til viðhalda lífsviðurværi
Um 16 milljónir manna í Horni Afríku búa við fæðuóöryggi og mikinn vatnsskort. Síð­ustu fjög­ur regn­tíma­bil hafa brugð­ist með þeim af­leið­ing­um að yfir sjö millj­ón­ir búfjár hafa drep­ist og upp­skera brugð­ist. Um 16 milljónir manna í Horni Afríku búa við fæðuóöryggi og mikinn vatnsskort. Síð­ustu fjög­ur regn­tíma­bil hafa brugð­ist með þeim af­leið­ing­um að yfir sjö millj­ón­ir búfjár hafa drep­ist og upp­skera brugð­ist.

Vannæring vofir yfir milljónum barna

Aðgerðum er forgangsraðað með þeim markmiðum að bjarga lífi, draga úr mannlegri þjáningu og viðhalda mannlegri reisn barna sem eru ein á báti eða hafa orðið viðskila við foreldra. Ótt­ast er að um 5,7 millj­ón­ir barna verði vannærð­ar á þessu ári og ef ástand­ið lag­ast ekki fljót­lega muni sá fjöldi hækka upp í tæp­ar sjö millj­ón­ir barna.

Mannúðaraðstoð SOS Barnaþorpanna á staðnum er unnin í samstarfi við önnur alþjóðleg hjálparsamtök og tekur mið af þörfum hvers svæðis fyrir sig.

Neyð á Horni Afríku

Neyð á Horni Afríku

Leggðu þín lóð á vogarskálarnar og taktu þátt í neyðarsöfnun SOS fyrir börn og fjölskyldur þeirra á Horni Afríku. Þar eru mestu þurrk­ar sem geis­að hafa í 40 ár og vof­ir hung­urs­neyð yfir.

Ég vil greiða með

Við virðum friðhelgi gesta okkar á vefnum og mikilvægi þess að fólk verndi persónulegar upplýsingar. Í persónuverndaryfirlýsingunni okkar kemur fram hvers vegna við öflum, notum og geymum persónuupplýsingar. Persónuverndaryfirlýsing kann að taka breytingum og hvetjum við þig því til þess að kíkja á hana með reglulegu millibili.