
Á svæðinu sem gjarnan er nefnt Horn Afríku eru mestu þurrkar sem geisað hafa í 40 ár og vofir hungursneyð yfir í Eþíópíu, Kenía, Sómalíu og Sómalílandi. SOS Barnaþorpin hafa starfað þarna í tugi ára að velferð barna og fjölskyldna þeirra. Við erum þar enn og verðum þar áfram.
Neyðaraðgerðir SOS
Í forgangi neyðaraðgerða SOS Barnaþorpanna er að mæta grunnþörfum fólksins svo koma megi í veg fyrir að fjölskyldur sundrist. Áhersla er einnig lögð á að sameina fjölskyldur sem þegar hafa sundrast og vernda börn fyrir vanrækslu og misnotkun og öðru ofbeldi. Bæði er gripið til aðgerða sem þörf er tafarlaust en einnig til lengri tíma litið. Verið er að stækka öll verkefni okkar á svæðinu og felur það m.a. í sér:
- Matvæli til fjölskyldna á vergangi
- Vatn, hreinlætisaðgerðir og heilbrigðisþjónustu
- Stuðningur við foreldra til viðhalda lífsviðurværi

Vannæring vofir yfir milljónum barna
Aðgerðum er forgangsraðað með þeim markmiðum að bjarga lífi, draga úr mannlegri þjáningu og viðhalda mannlegri reisn barna sem eru ein á báti eða hafa orðið viðskila við foreldra. Óttast er að um 5,7 milljónir barna verði vannærðar á þessu ári og ef ástandið lagast ekki fljótlega muni sá fjöldi hækka upp í tæpar sjö milljónir barna.
Mannúðaraðstoð SOS Barnaþorpanna á staðnum er unnin í samstarfi við önnur alþjóðleg hjálparsamtök og tekur mið af þörfum hvers svæðis fyrir sig.
Neyð á Horni Afríku
Neyð á Horni Afríku
Leggðu þín lóð á vogarskálarnar og taktu þátt í neyðarsöfnun SOS fyrir börn og fjölskyldur þeirra á Horni Afríku. Þar eru mestu þurrkar sem geisað hafa í 40 ár og vofir hungursneyð yfir.