Pétur eignast loks fjölskyldu til frambúðar
Sum börn hafa búið alla sína ævi í SOS Barnaþorpi en fyrir önnur er það hluti af nýrri byrjun. Þannig var það fyrir Pétur. Hann flutti í SOS Barnaþorp eitt á Balkanskaganum þegar hann var ellefu ára, og þá breyttist líf hans mikið.
Pétur er með downs heilkenni og vegna þess yfirgáfu foreldrar hans Pétur þegar hann var ungabarn. Pétur bjó fyrstu árin á mörgum mismunandi fósturheimilum. Á flestum þeirra hafði hann það ekki gott, fékk ekki þá ást og umhyggju sem hann þarfnaðist. Hann fékk sjaldan að fara út og var oft einmanna.
Við hittum Pétur þegar hann var nýfluttur í SOS Barnaþorpið. Þar var hann búinn að eignast nýja fjölskyldu til frambúðar. Í SOS Barnaþorpinu fær hann þá umhyggju sem hann á skilið og mun dafna vel.
Horfðu á myndbandið og sjáðu hvernig líf Péturs hefur breyst:
SOS foreldri
Vertu SOS foreldri

SOS-foreldri framfleytir barni sem áður var umkomulaust og veitir því fjölskyldu á kærleiksríku heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.