Uppskriftir frá framandi löndum

Framandi uppskriftir

Íslenskar matarvenjur verða sífellt meira fyrir áhrifum frá matarmenningu annarra landa. Þetta felst meðal annars í notkun fjölbreyttra krydda, samsetningu fæðutegunda og val á innihaldsefnum. Hér fyrir neðan má finna uppskriftir frá nokkrum löndum sem skemmtilegt væri að biðja kokkinn/matráðinn um að elda í hádeginu.

Taíland

Taílenskur kjúklingaréttur í hnetusósu - fyrir 4

Hráefni í hnetusósuna:

100 ml kókosmjólk
100 gr. salthnetur
½ tsk túrmerik
½ tsk karrýduft
¼ tsk cayenne pipar
2 msk. sykur
1 tsk. sítrónusafi

Annað hráefni:

4 kjúklingabringur
1 msk. karrýduft
½ tsk kórianderfræ möluð
¼ tsk túrmerik
Salt
Ögn af cayenne pipar

Leiðbeiningar:

Skerið kjúklinginn í strimla. Setjið strimlana í skál og bætið karrý, kóriander, túrmerik, cayenne pipar og salti saman við.

Bleytið hendurnar og nuddið kryddinu inn í kjötið. Bætið 5 ml af hnetuolíu og vatni til að auðvelda að koma blöndunni inn í kjötið. Hyljið skálina og látið standa í 2 klst.

Nú er komið að sósunni. Setjið kókosmjólkina í skál. Malið salthneturnar vel. Bætið túrmerik, karrý, cayenne pipar og sykri saman við kókosmjólkina og eldið við meðalhita. Hrærið í af og til þar til sósan fer að sjóða. Lækkið hitann og bætið salthnetunum saman við, hærið í stöðugt í 2 mínútur. Bætið sítrónusafanum og salti eftir smekk. Fjarlægið sósuna af hellunni og kælið.

Forhitið grillið. Þræðið kjúklinginn upp á grillpinna þannig að pinninn stingist í þrígang inn í strimilinn.

Penslið kjúklingastrimlana með hnetuolíu og grillið í 4-6 mínútur á hvorri hlið. Snúið þeim reglulega.

Berið fram 2 strimla á mann. Skreytið diskana með tælensku hnetusósunni.

Taílensk kjúklingasúpa (Tom Kha Gai) - fyrir 4

48 ml kjúklingasoð
4 kaffir lime lauf, sneidd í fínar ræmur
2,5 cm þurrkað galangal, þunnt skorið
4 msk fiskisósa
2 tsk lime safi
100 gr ferskar kjúklingabringur, sneiddar í ræmur
150 ml kókosmjólk
2 litlir chili, marðir létt
Fersk kórianderlauf til skreytingar

Leiðbeiningar:

Setjið kjúklingasoðið í pott ásamt kaffir laufum, sítrónugrasi, galangal kryddi, fiskisósu, chilli piparnum og lime safanum.

Látið sjóða og blandið vel saman. Bætið kjúklingnum saman við ásamt kókosmjólkinni.

Látið sjóða að nýju, lækkið því næst hitann og látið malla í 5 mínútur þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.

Berið fram í forhituðum súpuskálum, skreytið með kórianderlaufum.

Kjúklingur Gai Pad Nam Tua - aðalréttur fyrir 4

4 kjúklingabringur
6 vorlaukar, grófskornir
1 stk chilli pipar, saxaðir
1 ½ tsk malaður kóriander
1 ½ tsk malað broddkúmen (cumin)
1 tsk sítrónugras eða 1 tsk fínt saxað ferskt
1 tsk þurrkað galangal
1 tsk hvítlaukur fínsaxaður
1 tsk engifer fínsaxaður
1 tsk chilimauk
225 gr brokkolí
Hnetuolía
240 ml kókosmjólk
2 msk hnetusmjör
2 tsk ristaðar hnetur, marðar
1 tsk fiskisósa
½ msk púðursykur

Leiðbeiningar:

Skerið kjúklingabringurnar í litla 12 mm stóra bita

Setjið sítrónugrasið, galangal, þurrkað chilli, kóriander, broddkúmen, laukana, hvítlaukinn, engiferinn og chilli maukið í matvinnsluvél og maukið vel.

Setjið kjúklinginn í skál, bætið maukinu vel saman vil og látið standa í 20 mínútur.

Látið brokkolíið sjóða í vatni á meðan í 2 mínútur. Síið og látið til hliðar.

Hitið hnetuolíuna í wok pönnu. Setjið kjúklingablönduna á pönnuna og hrærið í í 3 mínútur þar til kjúklingurinn verður ógagnsær.

Bætið kókosmjólkinni, hnetusmjörinu, mörðu hnetunum, fiskisósunni og sykri út í og hrærið í í 3 mínútur þar til sósan fer að þykkna.

Bætið brokkolíinu saman við, blandið vel saman og hitið þar til það er heitt í gegn.

Malaví

Nthochi (bananabrauð)

½ bolli brætt smjör
1 bolli sykur
2 bollar hveiti
1 egg
1 bolli mjólk
1 teskeið lyftiduft
1 teskeið salt
5 stappaðir bananar (Vel þroskaðir)

Blandið smjörinu, sykrinum og egginu. Bætið við hveiti, salti, lyftidufti, mjólk og bananastöppunni. Smyrjið bökunarform vel að innan. Hellið deiginu í formið og bakið í klukkutíma. Kælið og skerið í sneiðar.

Mtedza (hnetukökur)

¾ hakkaðar ósaltaðar hnetur
½ bolli smjör
2 matskeiðar sykur
½ teskeið vanillusykur
1 bolli hveiti
Smá salt

Kökukrem eða glassúr

Blandið saman smjörinu og sykrinum. Bætið við hnetunum, vanillusykrinum og hveitinu. Hnoðið deiginu í margar litlar kúlur og setjið á bökunarpappír. Bakið við 160 gráður í 35 mínútur. Takið kökurnar úr ofninum og rúllið þeim upp úr kremi/glassúr. Rúllið þeim aftur upp úr kremi/glassúr þegar kökurnar hafa kólnað.

Bólivía

Salsa Cruda

1 bolli saxaður laukur
2 bollar saxaðir tómatar
1 söxuð rauð papríka
1 saxaður rauður chili
1 teskeið söxuð steinselja
1 teskeið salt
1 teskeið svartur pipar

Blandið öllum innihaldsefnunum saman. Hægt er að bæta við teskeið af olífuolíu. Borið fram með kjúklingi, nachos eða sem sósa fyrir tacos.

Kólumbía

Ajiaco (kjúklinga og karöflu súpa)

2 kjúklingabringur
Hvítlaukur og laukur
Kjúklingakraftur
12 litlar kartöflur, skornar í helming
Hálf dós af maís
8 miðlungs stórar kartöflur, skrældar og skornir í strimla
1 handfylli af vorlauk og 1 lófafylli af kóríander
1 bolli rjómi
2 matskeiðar kapers
2 avakadó (skrælt og án steins) skorið í strimla
Smá salt

Það þarf að marinera kjúklingabringurnar með hvítlauk, lauk og salti kvöldið áður.

Setjið kjúklinginn í stóran pott, bætið vatni ofan í. Eldið þangað til kjúklingurinn er mjúkur.

Takið kjúklinginn út og fjarlægið öll bein og skerið í bita eða strimla.

Sjóðið litlu kartöflurnar með kjúklingakraftinum þangað til þær fara að molna. Bætið við meiri kjúklingakrafti.Nú ætti súpan að vera nokkuð þykk.

Bætið við vorlauk, kóríander, karöflustrimlum og maís. Eftir smá tíma, takið vorlaukinn og kóríanderinn úr. Borið súpuna fram með rjóma,kapers og avakadóstrimlunum.

Indland

Garam masala kjúklingur - fyrir 4

450 gr. kjúklingabringur, skornar í teninga
120 gr. Garam masala paste frá Patak's
1 laukur, niðurskorinn
400 gr. niðurskornir tómatar
100 ml. vatn
1 msk kórianderlauf
1 msk. olía til steikingar

Hitið olíuna á pönnu og steikið laukinn í 2 mín.

Bætið kjúklingnum út á og steikið í 3 mín. Bætið Garam masala kryddmaukinu út á og steikið í 2 mín.

Bætið tómötunum og vatninu út á og látið malla í 20 mín. Skreytið með kóríanderlaufunum og berið fram með hrísgrjónum og Naanbrauði.

Kjúklingur með mangó- og hrísgrjónasalati - fyrir 4

¾ tsk nýmalaður svartur pipar
1 ¼ tsk salt
1 mangó, skorið í tenginga
3 ½ msk sítrónusafi
1 ½ bolli hrísgrjón
600 gr. kjúklingabringur
¾ bolli kórianderlauf, skorin
¾ bolli laukur, skorinn
Olía til matargerðar

Eldið hrísgrjónin og látið til hliðar.

Hitið eina msk. af olíu í steikarpotti og steikið kjúklinginn. Kryddið hverja bringu með ¼ tsk af salti og pipar.

Þegar kjúklingurinn er orðinn nógu kaldur, skerið hann í hæfilega bita.

Setjið yfir kjúklinginn hrísgrjónin, lauk, mangó, 1/3 bolla af olíu og restina af saltinu og piparnum ásamt sítrónusafanum og kóriander.

Túnfiskur með mangósalati - fyrir 4

Salat

125 gr. eggjanúðlur
500 gr. túnfiskur, skorinn í bita
1 laukur, fínt skorinn
1 msk. sólblómaolía
1 mangó, skorinn í strimla
Kórianderlauf, söxuð
Mintulauf

Dressing

1 rauður chili-pipar, fræhreinsaður og skorinn
Safi úr 4 sítrónum
2 msk. tælensk fiskisósa
4 msk. sojasósa
1 hvítlauksbelgur, skorinn
2 msk. púðursykur

Setjið núðlurnar í djúpan disk, hellið yfir sjóðandi vatni og látið standa í 5 mín. Hellið vatninu af.

Setjið allt hráefnið í dressinguna í matvinnsluvél og maukið vel.

Hitið olíu á steikarpönnu, steikið túnfisksteikurnar þar til þær eru eldaðar í gegn.

Flytjið helming dressingarinnar yfir núðlurnar og veltið vel saman.

Setjið núðlurnar á diska. Setjið túnfiskinn ásamt salatinu og hellið dressingunni vel yfir þannig að hún þeki fiskinn.

Marokkó

Marokkósk gulrótarsúpa - fyrir 4

1.1 lítri kjúklingasoð
75 gr. laukur, saxaður
1 tsk kúminfræ
3 hvítlauksgeirar, saxaðir
1 tsk sítrónusafi
1 tsk lime safi
450 gr. gulrætur, skrældar og saxaðar
Ferskur kóriander, saxaður til skrauts

Setjið allt hráefnið í stóran pott, látið sjóða og lækkið svo hitann. Látið malla í 30 mínútur þar til orðið er mjúkt.

Látið kólna. Sigtið allt grænmetið frá og setjið í matvinnsluvél og maukið vel.

Hellið maukinu aftur saman við og blandið vel saman. Kælið.

Berið fram kalt í súpuskálum, skreytið með ferskum söxuðum kóriander.

Marokkóskur kjúklingur - fyrir 4

6 kjúklingabringur
1 tsk cúmin
2 tsk paprika
1 tsk ferskur engifer
1 tsk túrmerik krydd
5 hvítlauksgeirar
25 gr. ferskur kóriander, saxaður
Safi úr 2 sítrónum
1 tsk cayenne pipar
Salt og pipar
400 gr kjúklingabaunir
400 gr saxaðir niðursoðnir tómatar
30 svartar og grænar ólífur í bland
1 sítróna skorin í sneiðar
240 ml kjúklingasoð

Setjið cuminið, paprika, engiferinn, túrmerik, hvítlaukinn, kóriander, sítrónusafann og cayenne piparinn í stóra skál og blandið vel saman.

Bætið við kjúklingabringunum, blandið vel saman þannig að hylji bringurnar. Látið marinerast í ½ klst.

Forhitið ofninn á meðan í 180°C.

Þegar bringurnar hafa verið marineraðar, bætið við kjúklingabaunum í eldfast mót. Fjarlægið kjúklinginn úr marineringunni, haldið eftir vökvanum og setjið bringurnar ofan á kjúklingabaunirnar. Setjið sítrónusneiðarnar inn í milli.

Hellið marineringunni, kjúklingasoðinu, tómötunum og ólífunum yfir kjúklinginn. Bakið án þess að hafa nokkuð yfir fatinu í 75 mínútur þar til sósan þykknar aðeins og kjúklingurinn er vel eldaður. Berið fram heitt.

Egyptaland

Kryddaður Hummus - fyrir 2

½ bolli fersk steinselja
½ bolli fersk basilíka
2 msk parmesan ostur, rifinn
1 msk furuhnetur
2 msk sítrónusafi
2 msk Tahini
½ tsk salt
¼ tsk malaður svartur pipar
400 gr. canellini baunir
2 hvítlauksgeirar

Setjið allt hráefnið í matvinnsluvél og maukið vel saman. Maukið þar til verður mjúkt, hreinsið úr jöðrum skálarinnar af og til.

Sítrónukjúklingur með fíkjum - aðalréttur fyrir 4

8 stór kjúklingalæri
2 sítrónur
50 gr. púðusykur
60 ml hvítvínsedik
60 ml vatn
675 gr. þurrkaðar fíkjur
Salt
2 tsk ferskt timjan
1 msk fersk steinselja, söxuð

Forhitið ofninn í 200°C. Kreistið safa úr einni sítrónu í litla skál, bætið við púðusykrinum, vínedikinu og vatni og blandið vel saman. Setjið til hliðar.

Skerið restina af sítrónunni og raðið í ofnpott með fíkjunum. Setjið kjúklingalærin ofan á í eitt lag. Dreypið yfir vínediksblöndunni og kryddið með salti og timjan.

Eldið í ofninum í 50 mínútur. Snúið fíkjunum ef þær fara verða of brúnar.

Fjarlægið kjúklinginn, fíkjurnar og sítrónusneiðarnar með skeið. Leggið á diska.

Skimið frá alla fitu frá vökvanum, hellið vökvanum yfir kjúklinginn og kryddið með steinselju.