Sólblómabúningar

Sólblómabúningar

Það eru margar leiðir til þess að búa til sólblómabúning. Láttu ímyndunaraflið ráða! Hér eru nokkrar hugmyndir að ódýrum og einföldum búningum:

Fatnaður

Sólblómin eru með grænan stilk og stór gul blóm. Með grænum buxum eða sokkabuxum og grænni peysu er sólblómabúningurinn kominn ansi vel á veg. Þá er hægt að vera með grænt belti eða band um mittið og í grænum eða gulum skóm. Gult hárband toppar svo búninginn og hvað þá ef hægt er að útbúa krónublöð.

Blómakrans úr pappírsolsikkefest-28-s.jpg

Það er auðvelt að nálgast pappír og hann er ódýr. Hægt er að fá hann í mörgum þykktum og litum og brúnirnar halda sér, ólíkt t.d. textílefni. Best er að nota stífan pappír, til dæmis karton. Það þarf að nota frekar stórt stykki af pappír enda ekki gaman að líma búta saman. Pappahringurinn getur náð utan um höfuðið eins og kóróna. Það þarf að mæla höfuðstærðir barnanna og teikna sniðið af pappahringnum á grænan pappa. Þá er teiknað snið af krónublöðum á gulan pappír. Eigi krónublöðin að ná allan hringinn þarf að gæta þess að pappinn dugi. Einnig er hægt að teikna sniðin af pappahringnum og krónblöðunum á sama hvíta pappírinn og svo lita eða mála að vild. Eftir að búið er að teikna öll sniðin þarf að klippa þau út. Svo er hægt að hefta eða líma kórónuna saman svo það myndist hringur og svo heftað eða límt krónublöðin á stilkinn.

Einnig er hægt að nota efni (textíl)

Það er hægt að fá efni í mörgum litum og útgáfum. Þá er hægt að sníða bæði grænt hárband eða magaband sem hægt er að binda saman eða festa saman með lími eða saumum. Þá eru krónublöðin sniðin á gult efni og þau fest við. Hægt er að festa þau öll saman á sama stað eða dreifa þeim um bandið.