Leiðbeiningar og skjöl

Bæklingur - Þetta er aðal vinnutæki verkefnisins. Bæklingurinn hefur að geyma leiðbeiningar, texta úr hverju myndbandi, hugmyndir að umræðuspurningum auk orðaleiks sem gaman er fyrir nemendur að taka þátt í. 

Tilkynning til foreldra/forráðamanna - Nemendur taka þennan miða með sér heim til að upplýsa foreldra eða forráðamenn um þátttöku í verkefninu. 

Umslag - Umslagið er klippt út og límt saman. Svo taka nemendur umslagið með sér heim, vinna sér inn fyrir framlagi og skila því svo lokuðu í skólann í lok verkefnisins. Umslögin eiga að vera ómerkt. 

Heimskort - Heimskortið sýnir þau lönd sem tekin eru fyrir í myndböndunum. Það er sniðugt að merkja við lönd dagsins eftir að horft er á myndböndin. Hægt er að prenta kortið út á A3 blað.