Hugmyndir að Sólblómagleði

IMG_9714.jpg

Sólblómagleði

Sólblómagleði er frábært tækifæri til að hafa gaman, búa til búninga, mat, skemmta foreldrum og fræðast um börn í öðrum löndum. Það er ímyndunaraflið sem ræður í Sólblómagleði og það mikilvægasta er að hafa gaman!

Hér eru nokkrar hugmyndir um það sem hægt er að gera í Sólblómagleði:

  • Bjóða foreldrum og systkinum í Sólblómagleðina.
  • Planta sólblómafræjum annað hvort í Sólblómagleðinni eða þá nokkrum vikum áður og þá verða blómin verða komin upp.
  • Halda listasýningu þar sem listaverk barnanna eru sýnd. Þemað getur til dæmis verið sólblóm eða börnin í heiminum.
  • Baka sólblómabollur eða annan sólblómamat.
  • Æfa sólblómalag og syngja það fyrir gesti.
  • Dansa sólblómadans.
  • Búa til mat frá ólíkum löndum og bjóða gestum að borða með.
  • Búa til sólblómaplakat til að hengja upp á leikskólanum. Ef leikskólinn er með styrktarbarn geta myndir af barninu, bréf og upplýsingar um barnið hangið uppi á vegg.