Gjafabréf

Vilt þú gleðja vini eða ættingja og leyfa nauðstöddum börnum úti í heimi að njóta góðs af?

Smelltu á það gjafabréf sem þú vilt kaupa.

Barnaþorp Fjölskylduhjálp

Barnaþorp SOS

Fyrsta SOS Barnaþorpið var byggt árið 1949. Allar götur síðan hafa munaðarlaus og yfirgefin börn um allan heim eignast heimili og fjölskyldu í öruggu umhverfi barnaþorpanna. Börnin dvelja í barnaþorpunum þar til þau geta staðið á eigin fótum. Andvirði þessa gjafabréfs rennur óskipt til SOS Barnaþorpanna.

Fjölskylduefling SOS

Fjölskyldan er hornsteinn samfélagsins og best er fyrir börn að alast upp með kynforeldrum sínum og systkinum. Margir foreldrar neyðast til að láta frá sér börn sín af ýmsum ástæðum og einnig eru mörg dæmi um að börn flýi aðstæður heima fyrir og reyni að sjá fyrir sér sjálf á götunni. Fjölskylduefling SOS kemur í veg fyrir aðskilnað barna og foreldra með því að styrkja innviði fjölskyldunnar. Andvirði þessa gjafabréfs rennur óskipt til fjölskyldueflingar SOS Barnaþorpanna.

Barnaþorp

Hreint drykkjarvatn

Mikill fjöldi jarðarbúa hefur ekki aðgang að hreinu vatni. Nú er búið að hann aog framleiða lítið tæki sem gerir fólki kleift að hreinsa vatn með sáraeinföldum hætti. Það eina sem þarf er óhreint vatn í plastflösku og tækið góða auk sólskins og tíma. Tækið sem er sólarorkuknúið er lagt við hlið vatnsflösku út í sólina. Það nemur styrk UV sólargeislanna sem drepa sýkla og örverur, og sýnir broskall þegar geislarnir hafa náð að sótthreinsa vatnið og gera það drykkjarhæft.