Upphaf SOS

Einu sinni var ungur drengur í austurrísku Ölpunum. Hann hét Hermann Gmeiner. Móðir hans var látin og elsta systir hans gekk honum í móðurstað. Hermanni gekk vel í skóla og ákvað að hefja nám í læknisfræði. En svo skall síðari heimsstyrjöldin á.

Hermann fór í herinn og var sendur til Rússlands. Þar kynntist hann hörmungum stríðsins og við stríðslok blasti við
mikill fjöldi munaðarlausra barna. Neyð þeirra fór ekki framhjá Hermanni.

Hann átti sér þann draum að gera eitthvað varanlegt fyrir þessi börn. Sjálfur var hann staurblankur en með aðstoð góðra manna sem höfðu trú á hugmyndum hans stofnaði hann samtökin SOS Barnaþorpin árið 1949 og sama ár hófust framkvæmdir við fyrsta SOS Barnaþorpið í Imst í Austurríki.tpa_picture_22959.jpg

Fjöldi fólks var tilbúið að gefa 1 skilding á mánuði svo draumurinn um móður og góð heimili fyrir umkomulaus börn gæti orðið að veruleika.

Hermann lagði mikla áherslu á móðurina. Hann hafði jú sjálfur misst móður sína ungur að árum og vissi hve mikilvæg móðirin er í uppvexti barna.

Í dag eiga um 90.000 umkomulaus börn SOS foreldra, systkini og gott heimili í yfir 570 SOS Barnaþorpum um allan heim. Auk þeirra njóta yfir milljón manns annars stuðnings SOS á hverju ári.