Spurt og svarað

Hvers vegna ættir þú að gerast styrktarforeldri?

Sem styrktarforeldri hjálpar þú barni sem misst hefur foreldra sína eða á foreldra sem ekki geta annast börn sín vegna veikinda, fátæktar, stríðsátaka eða annarra ástæðna. Styrktarforeldrar gera SOS Barnaþorpunum kleift að sjá þessum börnum fyrir ástríku SOS foreldri og fjölskyldu á góðu heimili í SOS Barnaþorpi.

Hvað gera styrktarforeldrar?

tpa-picture-64380.jpgÞegar þú ákveður að gerast styrktarforeldri barns verður þú nokkurs konar frændi eða frænka þess í fjarlægu landi sem lætur sig varða velferð þess.

Sumir styrktarforeldrar vilja skrifa börnunum og jafnvel heimsækja þau. Aðrir skrifa aldrei. Þú ræður alveg hvernig þú hagar samskiptum við þitt styrktarbarn.

En allir styrktarforeldrar eiga eitt sameiginlegt: Þeir vilja sjá til þess að barn sem ekki getur búið með sinni eigin fjölskyldu fái upplifað öryggi í SOS fjölskyldu, fái tækifæri til mennta, starfsþjálfun og góðan almennan undirbúning fyrir lífið.

Margir styrktarforeldrar styðja barnið alla leið til sjálfstæðis en ef þú þarft að hætta fyrr af einhverjum ástæðum þarftu ekki að hafa áhyggjur af barninu - við ábyrgjumst áframhaldandi velferð þess og finnum því nýtt styrktarforeldri.

Hvaða börn eru það sem vantar styrktarforeldra?

tpa_picture_34006-695.jpgSOS Barnaþorpin taka við þeim börnum sem misst hafa foreldra sína eða geta ekki búið hjá foreldrum sínum af einhverjum ástæðum. Mörg þessara barna hafa gengið í gegnum hræðilega hluti áður en þau koma til SOS og eru í mikilli þörf fyrir ást, þolinmæði og stuðning fagfólks á borð við sálfræðinga til að lækna sárin.

Barnið fær SOS móður (stundum föður líka) sem annast það eins og það væri hennar eigið. SOS móðirin mætir þörfum barnsins fyrir ástúð og umhyggju og leiðir það í gegnum æskuárin og til sjálfstæðis. Jafnvel eftir að „börnin“ eru flogin úr hreiðrinu og hafa stofnað sínar eigin fjölskyldur snúa þau reglulega aftur „heim“ í barnaþorpið til að heilsa upp á SOS mæður sínar og „ömmur“ barna sinna.

Ég vil styrkja barn.

Styrktarforeldri eða heimsforeldri? 

Frá 1989 hafa Íslendingar getað gerst styrktarforeldrar barna í SOS Barnaþorpum og þannig standa þeir að baki einu munaðarlausu eða yfirgefnu barni sem fengið hefur heimili og fjölskyldu í barnaþorpi. Styrktarforeldri fylgist með uppvexti síns styrktarbarns og fær reglulega fréttir og myndir af því. Eftir aldamótin hóf svo Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna að bjóða Íslendingum að gerast heimsforeldrar án þess að það tengist stuðningi við ákveðið barn eða börn. Hefur það valdið ruglingi hjá mörgum og halda sumir heimsforeldrar að þeir séu styrktarforeldrar og öfugt. Þeir sem styrka barn hjá SOS eru því styrktarforeldrar.

sofandi barn í barnaþorpinu í Tijuana Mexíkó.jpg

Hvernig gerist ég styrktarforeldri?

Undir liðnum Ég vil styrkja hér efst á síðunni getur þú valið að gerast styrktarforeldri eða styðja við starf SOS samtakanna með öðrum hætti. Einnig getur þú hringt í síma 564 2910.

Hvað kostar að styrkja barn?

Styrktarforeldrar greiða kr. 3.750 á mánuði fyrir að styrkja eitt ákveðið barn.

Hvað kostar að styrkja barnaþorp?

tpa_picture_30099.jpgBarnaþorpsvinir greiða kr. 3.250 á mánuði fyrir að styrkja eitt ákveðið barnaþorp.

Hvað kostar að gerast Fjölskylduvinur?

Skjólvinir styrkja ekki eitt ákveðið barn heldur hjálparstarf SOS samtakanna um allan heim með föstu mánaðarlegu framlagi. Þeir ákveða sjálfir upphæð framlagsins.

Er hægt að velja sér barn eftir útliti?

tpa-picture-67164.jpgSOS Barnaþorpin virða rétt skjólstæðinga sinna til persónuverndar og því er ekki hægt að skoða myndir á heimasíðu okkar af börnum í neyð og velja sér styrktarbarn eftir útliti. Við birtum heldur ekki nöfn þeirra barna sem þarfnast stuðnings.

(Að sama skapi biðjum við styrktarforeldra um að birta ekki persónulegar upplýsingar um börnin opinberlega heldur halda þeim innan sinnar fjölskyldu og náins vinahóps.)

Hvað fæ ég gamalt barn?

tpa-picture-58565.JPGStyrktarforeldrar geta átt von á að fá börn á aldrinum 0-14 ára. Liggi sérstakar ástæður að baki geta væntanlegir styrktarforeldrar lagt fram óskir um aldur barns.

Ég vil styrkja barn.

Skipti ég einhverju máli í lífi barnsins sem ég styrki?

Já, þú skiptir miklu máli fyrir barnið. Þú gefur því frábært tækifæri til að alast upp, vaxa og dafna við öruggar aðstæður og ást. Þú sérð til þess að barnið fái nægan og rétt samsettan mat, búi á góðu heimili og fái góða menntun. Þar með tekur þú þátt í mótun einstaklings sem síðar verður sjálfstæður og virkur þjóðfélagsþegn.

Hvað fæ ég í hendurnar þegar ég gerist styrktaraðili?

Við sendum þér strax staðfestingu á þátttöku þinni ásamt hagnýtum upplýsingum. Um tveimur vikum síðar færðu upplýsingar um barnið/þorpið þitt ásamt mynd af því. Einnig fylgja upplýsingar um landið sjálft.

Má ég heimsækja barnið mitt?

tpa-picture-65123.jpgStyrktarforeldrum og barnaþorpsvinum er velkomið að heimsækja börn sín og þorp. Við biðjum þá sem vilja heimsækja barn/þorp sem þeir styrkja að hafa samband við skrifstofu SOS Barnaþorpanna á Íslandi með góðum fyrirvara svo hægt sé að skipuleggja heimsókn og hún megi takast sem best.

Má ég senda barninu bréf og gjafir?

Þú mátt að sjálfsögðu senda barninu bréf og smágjafir. Heimilisfangið finnur þú í upplýsingapakkanum sem þú fékkst þegar þú gerðist styrktaraðili. Ef þú ætlar að senda bréf eða gjafir í tilefni afmælis eða hátíða er rétt að senda póstinn tímanlega.

Get ég sent barninu mínu tölvupóst?

tpa-picture-64484.jpgNei, því miður er það ekki hægt. Öll samskipti þorpanna fara í gegnum aðalskrifstofurnar í viðkomandi landi en misjafnt er hvort þorpin sjálf hafi netaðgang. Það eru því gömlu góðu bréfin sem gilda í samskiptum við styrktarbörnin.

Fæ ég bréf frá barninu?


Börnunum er ekki uppálagt að skrifa styrktarforeldrum sínum en þeim er þó frjálst að gera það og mörg barnanna nýta sér þann möguleika. Eðli málsins samkvæmt geta styrktarforeldrar þó ekki treyst því að fá bréf frá barninu. Tvisvar á ári færðu bréf frá þorpinu og í öðru þeirra er sagt frá persónulegum högum þíns barns.

Ég vil styrkja barn.

Má ég gefa barninu pening?

Öll börn í SOS Barnaþorpum eiga sinn eigin sparireikning og er styrktarforeldrum frjálst að leggja inn á reikning síns barns. Eftir að hafa gefið styrktarbarni þínu peningagjöf færðu þakkarbréf frá þorpinu þar sem upphæðin er staðfest. Barnið fær svo peninginn greiddan út þegar það yfirgefur þorpið og fer að standa á eigin fótum.

Hversu lengi er maður styrktarforeldri/barnaþorpsvinur?

tpa-picture-65504.JPGHugmyndin með styrktarforeldra og barnaþorpsvini er að þeir taki þátt í því með SOS Barnaþorpunum að veita börnum í neyð langvarandi hjálp. Hins vegar geta þeir hætt stuðningi hvenær sem þeir óska. Þeim sem vilja gefa tímabundið eða óreglulega er bent á að gerast SOS Fjölskylduvinir eða gefa frjáls framlög.

Hvenær flytja börnin úr SOS Barnaþorpunum?

Það er ekkert aldurstakmark í SOS Barnaþorpunum. Samtökin eru ábyrg fyrir börnunum þar til þau hafa lokið menntun, eru byrjuð að vinna og geta séð um sig sjálf. Þegar börnin vilja og eru tilbúin til, þá flytja þau að heiman. Yfirleitt flytja börnin úr þorpunum á aldrinum 17-23 ára.

tpa-picture-65738.JPGÞar sem svokölluð SOS ungmennaheimili eru til staðar flytja börnin þangað á unglingsárum til þess að læra smám saman að fóta sig í lífinu. Þar búa nokkrir unglingar saman á heimili og njóta leiðsagnar starfsfólks SOS. Ungmennaheimilið er staðsett í SOS Barnaþorpinu eða skammt frá og ungmennin eru enn á framfærslu SOS og í nánum samskiptum við SOS foreldra sína.

Duga kr. 3.750 á mánuði til að sjá barni fyrir heimili, mat, fatnaði, menntun og heilsugæslu?

SOS Barnaþorpin vilja ekki kasta til hendinni heldur vanda þau til verka og leggja áherslu á að börnin fái góða og varanlega hjálp. Á það við um byggingar, menntun og annað í lífi barnanna. tpa-picture-57326.JPGFramfærslukostnaður eins barns er því nokkuð hærri en kr. 3.750 og þurfa fleiri en einn styrktaraðili að standa að baki hverju barni (þó er aðeins eitt íslenskt styrktarforeldri með hvert barn). Það væri til lítils að bjarga börnum úr fátækt ef við ætluðum að viðhalda örbirgð þeirra - en einstaklingur er talinn búa við sára fátækt hafi hann minna en $ 1.25 á dag til að lifa af.

Má ég vera styrktarforeldri margra barna?

Ekkert er því til fyrirstöðu að styrktarforeldrar taki að sér fleiri en eitt barn.

Eru börnin alin upp í ákveðinni trú?

Minsk 1829.jpgSOS Barnaþorpin taka ekki afstöðu til ólíkra trúarbragða. Það þýðir þó ekki að samtökin hafni trúarbrögðum. Hvert barn er alið upp í þeirri trú sem foreldrar þess tilheyra/tilheyrðu. Ef upplýsingar um trúarbrögð foreldra liggja ekki fyrir eru börnin alin upp í samræmi við það sem algengast er í landinu eða á landssvæðinu. Í mörgum barnaþorpum má finna börn og SOS foreldra sem aðhyllast ólík trúarbrögð.

Hversu stór hluti styrktarframlags fer í umsýslu?

Barnaþorpsvinir greiða kr. 3.250 og styrktarforeldrar kr. 3.750 á mánuði. 85% fara beint til barnaþorpsins og nýtast til framfærslu barnsins (eða reksturs þorpsins ef þú ert barnaþorpsvinur). 15% af framlögunum nýtast í umsýslu, eftirlit með þorpunum og öflun nýrra stuðningsaðila.

Að minnsta kosti 80% af styrktarframlagi Fjölskylduvina nýtast í fjölskyldueflingarverkefni SOS. Að hámarki 20% framlagsins er nýtt í þjónustu við skjólvini og öflun nýrra.

Hvernig eru SOS Barnaþorpin frábrugðin öðrum barnahjálparsamtökum?

tpa-picture-63669.jpgSOS Barnaþorpin taka að sér að ala upp unga einstaklinga og hafa á sínum snærum fagfólk (SOS foreldra, sálfræðinga, sérkennara, hjúkrunarfræðinga og félagsráðgjafa)  sem kemur að velferð barnanna.

Markmið SOS Barnaþorpanna er ekki að hjálpa milljónum barna með vélrænum hætti, heldur vinna samtökin náið og ítarlega með hverju og einu barni og taka ákvarðanir um framtíð hvers barns með persónulega hagsmuni þess í huga og með aðkomu áðurnefnds fagfólks.

Ég vil styrkja barn.

 

Fékkstu ekki svar við spurningu þinni?

Sendu okkur þá fyrirspurn hér og við munum svara þér við fyrsta tækifæri.