Að yfirgefa barnaþorp

Að yfirgefa barnaþorp

Börn verða að unglingum. Þau vaxa úr grasi, langar til að standa á eigin fótum, gera hluti á eigin forsendum, fara út á vinnumarkaðinn eða halda áfram að mennta sig. Sumir unglingar í barnaþorpum búa áfram í þorpunum eða flytjast í ungmennaheimili og búa þar, þangað til þau eru reiðubúin að fara út í lífið og standa á eigin fótum.

Það er kvöld í SOS Barnaþorpi. Níu börn og SOS móðir þeirra sitja við matarborðið. Umræðuefnið þennan kvöldmatartímann er ekki léttvægt. Marie-Claire, elsta barnið, er í þann mund að fara að yfirgefa fjölskylduna. Hún þarf að taka upp eitt ár í skólanum og hefur ekki í hyggju að halda áfram í námi eftir að hafa lokið skyldunáminu. Hún ætlar að gerast klæðskeri. Að flytjast inn í SOS ungmennaheimili er mikilvægt skref fyrir unga konu á leið sinni til sjálfstæðis. Hún er að verða fullorðin.

Marie-Claire mun að sjálfsögðu áfram verða hluti af fjölskyldunni og heimsækja hana reglulega. Ungmennaheimilið er líka í nágrenni við barnaþorpið, þannig að það er ekki langt að fara. Það er ekki nauðsynlegt fyrir ungt fólk að flytja yfir í ungmennaheimilið þegar það hefur náð unglingsaldri. Unglingarnir mega búa hjá SOS fjölskyldu sinni þar til þeir hafa lokið námi og eru færir um að sjá um sig sjálfir. Það er í samráð við SOS móðurina sem ákvörðun er tekin hvar hag unglingsins sé best borgið.

tpa_picture_32519.jpg„Ég er spennt yfir þeim breytingum sem fylgja flutningunum“, segir Marie-Claire, „og ég mun koma til með að heimsækja fjölskylduna mín mjög oft. En núna er kominn tími fyrir mig að lifa eigin lífi. Síðar meir langar Marie-Claire að flytja í eigin íbúð innan stuðningskerfis SOS. Það er einn af mörgum möguleikum sem ungu fólki er boðið upp á af hálfu barnaþorpsins. Um er að ræða litlar íbúðir sem ungmennin fá til umráða en þau fá heimsóknir af einum ungmennagaráðgjafa með reglulegu millibili sem tekur púlsinn, athugar hvort einhver vandamál séu til staðar og hvernig unglingunum gengur að standa á eigin fótum.

SOS Barnaþorpið reynir að leysa vandamál hvers og eins unglings á einstaklingsgrundvelli, ef einhver eru.