Að halda sambandi

Að halda sambandi

Sá dagur kemur í lífi hvers SOS ungmennis að það yfirgefur barnaþorpið eða ungmennaheimilið.

Þegar sú stund rennur upp leggur SOS mikla áherslu á það við unga fólkið að það geti ætíð leitað til þorpsins ef eitthvað bjátar á. SOS Barnaþorpin hafa í þessu sambandi tekið upp eins konar eftirfylgd, þar sem reglulega er haft samband við ungmennin fyrsta árið sem þau standa á eigin fótum.

Mörg fyrrum SOS börn viðhalda nánu sambandi við þorpið sem þau ólust upp í, koma reglulega í heimsókn og hitta SOS móður sína. Þau koma svo síðar með sín eigin börn til að sína þau og einnig til að lofa þeim að sjá hvar þau ólust upp.
Í sumum löndum hittast fyrrum SOS börn reglulega. Það eru jafnvel til samtök fyrrum SOS barna í sumum löndum, þar sem fólk kemur saman til að viðhalda tengslunum eftir að þau yfirgefa þorpið.