Að búa í barnaþorpi

Að búa í barnaþorpi

Eftirfarandi er lýsing ungrar stúlku á lífinu í SOS Barnaþorpi:

„Halló! Ég er Rosita og ég er tíu ára. Ég er á öðru ári í grunnskóla hér í bænum. Ég hef verið í SOS Barnaþorpinu frekar lengi, eða í rúm fjögur ár. Ég er mjög hamingjusöm með SOS fjölskylduna mína, og SOS Barnaþorpið er „svalur“ staður. En ég var beðin um að segja ykkur hvernig það er að alast upp hérna.


Litlu börnin


Minnstu börnin eru hjá SOS móður sinni allan daginn eða fara í leikskóla í þorpinu. Það eru einnig mörg börn sem búa ekki innan SOS Barnaþorpsins sem sækja leikskólann, því leikskólinn er ekki einungis ætlaður SOS börnum, heldur er hann öllum opinn. Börn eins og ég, þau stóru, sækja skóla. Besta vinkona mín, Roxanna, er í bekknum mínum og býr með fjölskyldu sinni hérna í bænum. Við hittumst mjög oft. Hún kemur annað hvort til mín eða ég fer í heimsókn til hennar.

Leikur

tpa_picture_33508.jpgÞað er margt sem hægt er að gera í SOS Barnaþorpinu, vegna þess að það eru alltaf svo mörg börn til að leika við. Og forstöðumaðurinn og aðstoðarfólk hans er alltaf tilbúið til að bregða á leik. Við förum oft í gönguferðir eða vinnum að SOS dagblaðinu. Það er alveg frábært, því að það er nákvæmlega það sem mig langar að vinna við í framtíðinni, að starfa sem blaðamaður.

Námsaðstoð


Fyrir börn sem eru með námsörðugleika, þá er boðið upp á námsaðstoð eftir hádegi, hér í þorpinu, með sérkennurum. Það er mjög gott, vegna þess að það er alltaf einhver til að hjálpa okkur t.d. ef við þurfum að undirbúa okkur fyrir próf. Auðvitað er einnig hægt að fá hjálp hjá SOS móðurinni. Það fer eftir því hvað þú vilt. En mjög oft, verjum við deginum saman við að teikna. Eða við dönsum - stundum æfum við okkur fyrir karnivalið. Við höfum danshóp fyrir karnivalið, og við bjóðum mörgu fólki úr bænum til að koma og sjá sýninguna okkar!

Háttatími

Á kvöldin, förum við heim. Svo borðum við kvöldmat og leikum okkur svo í örlitla stund eða horfum á sjónvarp. Svo stuttu síðar er kominn tími til að bursta tennurnar og fara í rúmið. Þegar ég var lítil, þá las mamma mín fyrir mig sögur á kvöldin, en núna er ég orðin of stór. Ég er sko ekkert smábarn lengur. Núna eru það litlu bræður mínir og systir sem hlusta á sögur áður en þau fara að sofa.

Mér líkar vel að búa í SOS Barnaþorpi. Hér er alltaf eitthvað um að vera og krakkarnir í þorpinu eru mjög „svalir“. Mér líður vel hérna.“